Fréttir og tilkynningar: ágúst 2011

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2011 : Tillögur faghóps um ytra mat á grunnskólastarfi

Nam

Haustið 2010 var stofnaður faghópur til að meta hvort grundvöllur væri fyrir samstarfi sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um reglubundið ytra mat á grunnskólum að teknu tilliti til laga um grunnskóla. Faghópnum var falið að móta hugmynd að samstarfi og leggja fram skriflega tillögu um útfærslu hennar. 

Nánar...

31. ágú. 2011 : Sameiginleg framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020

SIS_Skolamal_760x640

Tekin hafa verið saman gögn úr rannsóknum sem sýna stöðu á ýmsum mælikvörðum úr Sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020. Samantektinni er ætlað að gefa grunnlínu sem hægt verður að bera síðari mælingar saman við og fylgjast þannig með framgangi stefnunnar.

Nánar...

30. ágú. 2011 : Mismunandi reglur og gjaldskrár varðandi leikskóla

krakkar-i-skola

Í sumar var gerð úttekt á gjaldskrám og reglum sveitarfélaga um kostnaðarþátttöku foreldra og afsláttarkjör vegna þjónustu leikskóla. Í ljós kom að sveitarfélögin haga afsláttarreglum vegna leikskóla á misjafnan hátt. Mikill munur er á verðskrá sveitarfélaganna bæði hvað varðar tímagjald og kostnað við fæði barns.

 

Nánar...

30. ágú. 2011 : Breytingar á ákvæðum laga um raf- og rafeindatækjaúrgang

Heimilisraftæki

Með lögum nr. 58/2011 um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs urðu þrjár breytingar á því hvernig meðhöndla beri raf- og rafeindatækjaúrgang. Þær hafa áhrif á kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga og framkvæmd söfnunar á raf- og rafeindatækjaúrgangi.

Nánar...

30. ágú. 2011 : Ársreikningar sveitarfélaga 2010

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Ársreikningar sveitarfélaga 2010 eru nú komnir inn á heimasíður sambandsins.

Nánar...

29. ágú. 2011 : Umsögn um frumvarpsdrög um dýravelferð

mappa

Nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur kynnt drög frumvarps til laga um dýravelferð. Drögin eru liður í heildarendurskoðun sem tekur einkum til gildandi dýraverndarlaga en kemur jafnframt inn á lög um búfjárhald og -eftirlit, reglur um lausagöngu o.fl.

Nánar...

29. ágú. 2011 : Landsfundur jafnréttisnefnda

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn dagana 9.-10. september nk. í Kópavogi. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.

Nánar...

26. ágú. 2011 : Styrkir til vinnustaðanáms

skolabragur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Nánar...

23. ágú. 2011 : Kynning á Skólavog

Grunnskoli

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til kynningar á Skólavoginni og mögulegu samstarfi við Norðmenn mánudaginn 05. september á Grand Hótel. Kynningin byrjar kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 16:00. Á kynningunni munu tveir fulltrúar frá norska sveitarfélagasambandinu kynna sitt kerfi.

Nánar...

23. ágú. 2011 : Unnið að reglugerð um framkvæmdaleyfi

skipulag_minni
Kynnt hafa verið drög að reglugerð um framkvæmdaleyfi. Drögin eru samin af starfshópi sem í sátu m.a. tveir fulltrúar sveitarfélaga og var þannig tryggt að meginsjónarmiðum þeirra væri haldið til haga í vinnunni. Af hálfu sambandsins hefur verið litið á það sem framfaraskref að sett verði sérstök reglugerð um framkvæmdaleyfi, en til þessa hefur lagaumgjörðin verið mjög óskýr um veitingu framkvæmdaleyfa, m.a. um það hvaða framkvæmdir eru leyfisskyldar. Nánar...
Síða 1 af 2