Fréttir og tilkynningar: júlí 2011

Fyrirsagnalisti

13. júl. 2011 : Óskað eftir umsögnum um drög að landsskipulagsstefnu

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Umhverfisráðuneytið  hefur sent til umsagnar drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu en henni er ætlað að setja fram leiðarljós um nýtingu lands og landgæða sem tryggir heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana. Markmiðið með slíkri stefnu er að stuðla að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð.

Nánar...

12. júl. 2011 : Niðurstöður ársreikninga sveitarfélaga 2010

Frettabref_Hag

Bráðabirgðaniðurstöður liggja nú fyrir úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010. Niðurstöður frá sveitarfélögum, þar sem búa rúm 96% íbúanna, gefa marktæka niðurstöðu af afkomu þeirra á árinu enda þótt ekki séu öll þeirra búin að senda ársreikninga sína frá sér.

Nánar...

07. júl. 2011 : Kjarasamningur undirritaður við SFR

2011_Undirskrift-SNS-og-SFR

Að kvöldi dags þann 6. júli sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu nýjan kjarasamning. Þetta er fyrsti samningur SFR við sambandið eftir að málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót.

Nánar...