Fréttir og tilkynningar: maí 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15. maí 2011 : Nýr kjarasamningur við grunnskólakennara 

Undirritun_kjarasamnings_SNS_og_FG_140511_042

Þann 14. maí undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning milli aðila. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði.

Nánar...

13. maí 2011 : Samningur um eflingu tónlistarnáms undirritaður

Undirritun-samnings-um-tonlistarskola-a-hlid

Í hádeginu í dag var undirritað samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkissins um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Með samkomulaginu tekur ríkissjóður yfir kostnað vegna kennslu í söngnámi á mið- og framhaldsstigi og hljóðfæranámi á framhaldsstigi. Heildaraukning á fjárframlögum til málaflokksins nemur alls um 250 m.kr.

Nánar...

12. maí 2011 : Kynning á skólavog

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til kynningar á Skólavoginni og mögulegu samstarfi við Norðmenn mánudaginn 23. maí á Grand Hótel. Kynningin byrjar kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 16:00. Á kynningunni munu tveir fulltrúar frá norska sveitarfélagasambandinu kynna sitt kerfi. Erindi þeirra verða flutt á ensku, en glærur þeirra verða sendar til skráðra þátttakenda á íslensku fyrir kynninguna. Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Nánar...

10. maí 2011 : Nám er vinnandi vegur - opin námskynning í Laugardalshöll

namervinnandivegur_merki

Opin námskynning verður haldin í Laugardalshöll, fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 11-16. Námskynningin er opin öllum sem hafa áhuga á að kynna sér nýja námsmöguleika í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. 

Nánar...

10. maí 2011 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga 2011

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Fundinum hefur verið frestað. 

Nánar...

06. maí 2011 : Námskeið sem nýtist öllum skólanefndum haldið íReykjavík

Grunnskoli

Námskeið sem nýst getur öllum skólanefndum verður haldið í Reykjavík 6. maí nk. Námskeiðið er hugsað fyrir höfuðborgarsvæðið og þær skólanefndir og aðra starfsmenn sveitarfélaga sem ekki hafa haft tök á að mæta á námskeið í sínum landshluta.

Nánar...

06. maí 2011 : „Snjallréttur“ - framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur um umbætur í lagasetningu

red_tape
Í lok síðast árs sendi framkvæmdastjórn ESB þinginu og ráðinu orðsendingu (e. communication) sem ber yfirskriftina Smart regulation in the European Union.   Skjalið er framhald umbótavinnu sem hófst árið 2001 en á réttum áratug hefur lagasetning sambandsins batnað nokkuð að því er varðar þátttöku sveitarstjórnarstigsins og héraða í þróun og útfærslu löggjafar og mati á áhrifum hennar. Lissabon-sáttmálinn styrkti aðkomu sveitarstjórnarstigsins umtalsvert en enn skortir á að samráð sé fullnægjandi. 
Nánar...

05. maí 2011 : Orkuauðlindaráðstefna sveitarfélaga

SIS_Umhverfis_taeknimal_190x100

Orkuauðlindaráðstefna sveitarfélaga verður haldin í Stórutjarnarskóla í Þingeyjarsveit föstudaginn 13. maí nk. Ráðstefnan verður sett kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00. Að ráðstefnunni lokinni verður farið í skoðunarferð í Kröflu og jarðböðin í Mývatnssveit heimsótt. 

Nánar...

04. maí 2011 : Atburðir á Íslandi í tengslum við Open Days 2011

logo_od2011

Rúmlega 200 staðbundnir viðburðir hafa verið skráðir undir yfirskriftinni  Evrópa í minni sveit í tengslum við OPEN DAYS 2011. Hér að neðan er að finna ýmsar upplýsingar fyrir sveitarfélög sem hafa hug á að taka þátt í OPEN DAYS 2011 með því að halda viðburð á Íslandi. Tillögur berist skrifstofu Open Days fyrir 27. maí nk.

Nánar...
Síða 2 af 2