Fréttir og tilkynningar: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

28. feb. 2011 : Fyrsti fundur samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks

Felagsthjonustunefnd-feb-2011a

Fyrsti fundur samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks var haldinn í fundarsal Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 25. febrúar sl.

Samráðsnefndin er skipuð af  Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra til ársloka 2014 og er skipuð í samræmi við ákvæði til bráðabirgða VI í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Nánar...

25. feb. 2011 : Ný reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Ný reglugerð velferðarráðherra (nr. 172/2011) hefur verið birt og tekið gildi. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks, eins og þeim var breytt í tilefni af yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Trúnaðarmenn eiga aðfylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við hvers konar réttindagæslu, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess.

Nánar...

24. feb. 2011 : Upplýsingafundur um fjárhagsleg samskipti vegna málaflokks fatlaðs fólks árið 2011

Fundargestir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stóðu fyrir upplýsingafundi þann 23. febrúar. Á fundinum var farið yfir ýmis atriði sem snerta fjárhagsleg samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og milli einstakra þjónustusvæða. Fundurinn var fjölsóttur auk þess sem fulltrúar sveitarfélaga fylgdust með erindum á einum 11 stöðum í gegnum fjarfundabúnað.

Nánar...

24. feb. 2011 : Margþættur ávinningur af þátttöku í Skólavoginni

Hnotturinn_vef

Kynningarbæklingur um Skólavogina er kominn út. Ávinningur sveitarfélaga af þátttöku í Skólavoginni er margþættur. Með Skólavoginni er unnt að bera saman lykiltölur um skólahald samræmt á milli skóla og/eða sveitarfélaga. Skólavogin byggir á norskri aðferðafræði og nú býðst íslenskum sveitarfélögum aðgangur að norska kerfinu. Verði nægur áhugi fyrir hendi mun sambandið standa að frekari kynningu fyrir viðkomandi sveitarfélög á árinu 2011.

Nánar...

21. feb. 2011 : Málþing um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Innflytjendaráð, sem

hefur það meginverkefni að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi, efnir til málþings um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur. Á málþinginu verður fjallað um réttindi innflytjenda til túlkaþjónustu og fræðslu og menntun fyrir samfélagstúlka og það fagfólk sem vinnur með þeim.

Nánar...

16. feb. 2011 : Almenn framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnendar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. febrúar sl. um áætlaða úthlutun almennra framlaga sjóðsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011. Áætlunin og úthlutun skv. henni byggist á  7. gr. reglugerðar nr. 1066/2010.

Nánar...

14. feb. 2011 : Orkumálaáætlun Evrópusambandsins auglýsir eftir verkefnatillögum

girl

Kallað er eftir verkefnatillögum á ýmsum sviðum en lögaðilar í ESB, Noregi, á Íslandi, Liechtenstein og Króatíu geta sótt um styrki til verkefna. Krafa er gerð um að að umsókn standi aðilar frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum, nema í tilfelli verkefna sem falla undir Mobilising local energy investments. Þar geta einstök sveitarfélög sótt um, sér eða saman, og ekki er gerð krafa um samstarf við önnur lönd. Umsóknarfrestur rennur út 12. maí.

Nánar...

11. feb. 2011 : Ný tækifæri fyrir sveitarfélög í Menntaáætlun Evrópusambandsins

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_190x160

Ný áætlun Comenius Regio (svæðasamstarf) aðstoðar sveitastjórnir og svæðisskrifstofur að setja af stað evrópsk samvinnuverkefni á sviði skólamála. Umsóknarfrestur rennur út 21. febrúar. Einnig hefur verið auglýst eftir umsóknum um námsferðir þar sem sveitarstjórnarmenn, yfirmenn skólmála,  sérfræðingar á sviði menntunar o.fl. geta sótt um styrki til að kynna sér menntamál í öðrum Evrópulöndum. Frestur rennur út 31. mars.

Nánar...

07. feb. 2011 : Norræn sveitarstjórnarráðstefna í Finnlandi 5.-6. maí 2011

SIS_Althjodamal_760x640

Finnska og sænska sveitarfélagasambandið standa fyrir ráðstefnunni sem er sérstaklega ætluð norrænum sveitarstjórnarmönnum, bæði pólitískum og ráðnum stjórnendum sveitarfélaga. Yfirskriftin er: Velferðarþjónusta í norrænum sveitarfélögum og héruðum – Getum við staðið undir henni? 

Nánar...
Síða 1 af 2