Fréttir og tilkynningar: janúar 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. jan. 2011 : Tillögur að stefnumótun um ríkisstyrktar almenningssamgöngur

Straeto

Fulltrúar innanríkisráðuneytis kynntu í dag á fundi með fulltrúum sambandsins tillögur að stefnumótun um ríkisstyrktar almenningssamgöngur. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að landshlutasamtök sveitarfélaga fari með framkvæmd almenningssamgangna á sínum svæðum og ákveði skipulag þeirra.

Nánar...

12. jan. 2011 : Verkefnasamkeppni um umhverfismál meðal grunnskólabarna

krakkar-i-skola

Umhverfisráðuneytið hefur boðað til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Nánar...

06. jan. 2011 : Námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun standa fyrir námskeiði um ábyrgð og hlutverk kjörinna fulltrúa í skipulagsmálum. Einnig verður farið yfir helstu nýmæli nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um mannvirki nr. 160/2010. Námskeiðið verður haldið þann 20. janúar nk. í Kornhlöðunni Bankastræti 2 í Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 10 og áformað er að því ljúki kl. 17.00.

Nánar...

03. jan. 2011 : Drög að frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga til umsagnar

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Starfshópur um endurskoðun sveitarstjórnarlaga hefur skilað til ráðherra sveitarstjórnarmála drögum að frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga. Drögin eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu og er gefinn tími til 23. janúar að skila umsögnum.

Nánar...
Síða 2 af 2