Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

29. des. 2011 : Samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsins ehf. vegna Skólavogar

Undirskrift_allir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn ehf. hafa gert með sér samning um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogarinnar.  Samningurinn er gerður til fimm ára.  Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í Skólavoginni geta haft samband við Skólapúlsinn ehf.

Nánar...

21. des. 2011 : Ný lagaákvæði um viðbótarlífeyrissparnað

percentage-calculator

Alþingi samþykkti nú fyrir jólahlé að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá byrjun janúar 2012 til ársloka 2014.

Nánar...

20. des. 2011 : Nýtt nám fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum

Nemendur

Háskólinn á Bifröst efnir til náms fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga sem miðar að sterkari stjórnsýslu. Markmiðið með náminu er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli.

Nánar...

19. des. 2011 : Aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra

undirskrift-077

Þann 16. desember sl. undirritaði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, yfirlýsingu um eflingu atvinnulífs undir yfirskriftinni „TIL VINNU“. Við undirritunina gat Halldór þess að aðgerðirnar ættu að gagnast mörgum við að komast af atvinnuleysisskrá en í eðli sínu væru aðgerðirnar tímabundnar og því lagði hann þunga áhersla að hjól atvinnulífsins fari að snúast á eðlilegum hraða þannig að fólk geti fengið atvinnu til lengri tíma litið hjá fyrirtækjum landsins.

Nánar...

19. des. 2011 : Skýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2009-2011

SIS_Skolamal_760x640

Út er komin skýrsla undaþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárin 2009-10 og 2010-11. Í skýrslunni má einnig finna samanburð á fjölda umsókna frá tímabilinu 2002-3 og til 2010-2011 ásamt samanburði milli landshluta.

Nánar...

19. des. 2011 : Nefnd um landsskipulagsstefnu

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, og Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hafa verið skipuð fulltrúar sambandsins í ráðgjafarnefnd sem umhverfisráðherra hefur skipað um gerð landsskipulagsstefnu. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð landsskipulagsstefnu.

Nánar...

14. des. 2011 : Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt

reykjavik

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur afgreitt fjárhagsáætlun fyrir borgarsjóð og B-hluta stofnanir borgarinnar til næstu fimm ára. Áætlunin er afar mikilvægt tæki fyrir stefnumótun Reykjavíkurborgar til næstu framtíðar.

Nánar...

13. des. 2011 : Hagsmunir fólksins skipta mestu máli

Ungt-folk

Mörg sveitarfélög eru illa í stakk búin til að takast á við aukinn kostnað sem hlotist getur af frumvarpi velferðarráðherra um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sem fyrirhugað er að taki gildi næsta sumar. Verði frumfarpið að veruleika er talið að um 1000 manns, sem verið hafa án atvinnu í þrjú ár, muni færast tímabundið af atvinnuleysisskrá og yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.

Nánar...

07. des. 2011 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640
Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2011. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. verkefni sem stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Önnur gæðaverkefni koma einnig til álita. Nánar...
Síða 1 af 10