Fréttir og tilkynningar: desember 2010 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

14. des. 2010 : Annar fundur Sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Brussel

2010-11-26-forum-group-256px

Við gerð EES-samningsins var ekki ljóst hversu mikil áhrif hann myndi hafa á sveitarfélög í EES-EFTA löndunum. Sveitarstjórnarstiginu var því ekki tryggð nein aðkoma að EES-samstarfinu. Síðar kom í ljós að stór hluti af evrópskri löggjöf sem innleidd er í gegnum EES-samninginn hefur áhrif á sveitarfélög, allt að 70% að því er talið er, auk þess sem samningurinn tryggir sveitarfélögum aðgang að fjölmörgum evrópskum samstarfsáætlunum. Sveitarstjórnarstigið hefur því mikilla hagsmuna að gæta í EES-samstarfinu og í nokkur ár hafa íslenska og norska sveitarfélagasambandið beitt sér fyrir því að geta tengst því.

Nánar...

10. des. 2010 : Nýr forseti Evrópusamtaka sveitarfélaga kjörinn í Lúxemborg

CEMR-policy-committee

Stefnumótunarnefnd (Policy Committee) Evrópusamtaka sveitarfélaga (Council of European Municipalities and Regions) (CEMR) fundaði í Mondorf-les-bains í Lúxemborg dagana 6.-7. desember sl. 

Nánar...

10. des. 2010 : Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011

Skjaldarmerki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2011. Tillögurnar eru í fimm liðum sem varða útgjaldajöfnunarframlög, skólaakstur, lækkaðar fasteignaskatttekjur, sérþarfir fatlaðra nemenda og nýbúafræðslu. 

Nánar...

10. des. 2010 : Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Skjaldarmerki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reglugerðin, sem nær til allra lögákveðinna verkefna sjóðsins, er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og öðlast gildi 1. janúar 2011. Þá fellur úr gildi reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003, með síðari breytingum.

Nánar...

07. des. 2010 : Íslenskir nemendur bæta lesskilning sinn í PISA 2009

Nam

PISA (Programme for International Student Assessment) er umfangsmikil alþjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði, stærðfræði og þrautalausnum. Niðurstöður PISA rannsóknarinnar fyrir árið 2009 liggja nú fyrir. Loks virðist hafa tekist að snúa við þeirri óheillaþróun í lesskilningi meðal íslenskra nemenda sem PISA hefur mælt undafarinn áratug og þeir bætt stöðu sína umtalsvert frá síðustu mælingu sem fram fór árið 2006.

Nánar...

02. des. 2010 : Lagabreytingar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað félags- og tryggingamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðra. Í umsögninni eru ekki gerðar tillögur um efnislegar breytingar á frumvarpinu, en ýmsum ábendingum komið á framfæri, m.a. til að auðvelda skjóta afgreiðslu málsins.

Nánar...

02. des. 2010 : Breytingar á skattalögum vegna málefna fatlaðra

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Í 26. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að bæði hámarks- og lágmarksútsvar skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækki  um 1,20 hundraðshluta. Hámarksútsvar verður því 14,48% og lágmarksútsvar 12,44%. Í 7. og 14. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að álagningarhlutfall tekjuskatts og staðgreiðsluhlutfall lækki um samsvarandi hlutfall.

Nánar...
Síða 2 af 3