Fréttir og tilkynningar: desember 2010

Fyrirsagnalisti

31. des. 2010 : Nýjar reglugerðir vegna yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk

SIS_Felagsthjonusta_760x640
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett nýja reglugerð, nr. 1054/2010, um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Nýja reglugerðin tekur gildi á morgun, 1. janúar 2011 og leysir þá af hólmi eldri búsetureglugerð. Nánar...

29. des. 2010 : Skólaskýrsla 2010 er komin út á rafrænu formi

KAPA_Skolaskyrsla

Skólaskýrsla 2010 er nú komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

27. des. 2010 : Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara?

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Þann 21. október 2010 var haldin ráðstefna í Reykjavík undir þessari yfirskrift. Ráðstefnan var haldin í samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þátttakendur voru um 90.

Nánar...

27. des. 2010 : Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2010 og almenn framlög vegna grunnskóla 2011

SIS_Skolamal_760x640

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur jafnframt samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um endurskoðun og uppgjör  eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga  á árinu 2010. Þá hefur ráðherra einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Nánar...

22. des. 2010 : Útsvarsprósentur 2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2011. Meðalútsvarið verður 14,41% í stað 13,12% . Með yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári hækkaði útsvarsheimild sveitarfélaga um 1.2 prósentustig.

Nánar...

21. des. 2010 : Tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum til umsagnar

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga.

Nánar...

21. des. 2010 : Samkomulag um launasetningu félagsmanna SFR

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og  SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hafa undirritað samkomulag um launasetningu starfsmanna málefna fatlaðra við yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga nú um áramótin.Með samkomulaginu er náð utan um fyrirkomulag launasetningar félagsmanna SFR, sem gildir þar til aðilar hafa lokið gerð kjarasamnings. Hér fyrir neðan má sjá samkomulagið í heild sinni:

Nánar...

17. des. 2010 : Útsvar mun skiptast milli sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Meirihluti efnahags- og skattanefnd Alþingis lagt til þá breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra um skatta og gjöld (313. mál), að lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt í samræmi við tillögu frá nefnd um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga sem tekið var undir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Nánar...

16. des. 2010 : Rafrænt samráð menntaráðs við skólaráðin í borginni

reykjavik

Menntasvið Reykjavíkurborgar innleiddi nýtt vinnulag við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2011 sem byggir á aðgerðaáætlun menntaráðs í skólamálum. Menntaráð borgarinnar hefur sömu stöðu og skóla- og fræðslunefndir annarra sveitarfélaga. Voru skólastjórnendur og skólaráð beðin um að kynna sér stefnuþætti menntaráðs í skólamálum og svara nokkrum spurningum þar að lútandi.

Nánar...
Síða 1 af 3