Fréttir og tilkynningar: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

29. nóv. 2010 : Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árin 2010-2015

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hagstofa Íslands gaf út endurskoðaða þjóðhagsspá þann 23. nóvember. Spáin nær yfir árin 2010 – 2015 eins og fyrri spá fyrir sama tímabil sem kom út um  miðjan júní. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands í nóvember 2010 er öllu svartsýnni en sú spá sem gefin var út í júní sl. Þá var gert ráð fyrir að samdráttur einkaneyslu yrði minni en nú er gert ráð fyrir.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Árbók sveitarfélaga 2010 komin á vefinn

Arbok2010Kapa

Árbók sveitarfélaga 2010 sem kom út í október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2009. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Útgreiðsla séreignasparnaðar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur uppfært excel töflu er varðar útgreiðslu á séreignarsparnaði. Taflan sýnir útgreiðsluna hjá hverju og einu sveitarfélagi og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem þar koma fram.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Aukið samstarf í framhaldsfræðslu

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneyti, og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær yfirlýsingu um að efla samstarf sitt um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild.

Nánar...

23. nóv. 2010 : Ákvörðun útsvarshlutfalls 2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Sveitarstjórnir eru minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember nk. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári. Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember.

Nánar...

22. nóv. 2010 : Þróunarsjóður innflytjendamála

continents-in-keyboard

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Nánar...

22. nóv. 2010 : Samband íslenskra sveitarfélaga tók þátt í samráðsdegi með Félagsmálaráðneytinu og hjálparsamtökum

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Á undanförnum vikum hefur félags- og tryggingamálaráðuneytið hugleitt hvernig aðstoð sem veitt er á vegum þriðja geirans til þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu komi að sem bestum notum. Mörg hjálparsamtök í landinu veita aðstoð í ýmsu formi.

Nánar...

19. nóv. 2010 : PISA niðurstöður fyrir Ísland

Grunnskoli

Út er komin hjá Námsmatsstofnun skýrslan Staða íslenskra grunnskóla – Námsárangur og skýringarþættir í PISA 2006. Þar er greint frá stöðu og þróun námsárangurs íslenskra 15 ára nemenda hvað varðar lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi samkvæmt niðurstöðum PISA.

Nánar...
Síða 1 af 3