Fréttir og tilkynningar: október 2010

Fyrirsagnalisti

29. okt. 2010 : Skýrsla Tekjustofnanefndar komin út

Tekjustofnanefnd

Tekjustofnanefnd, sem falið var að leggja fram tillögur um að styrkja og breikka tekjustofna sveitarfélaga, leggur til nokkrar tímabundnar ráðstafanir á þessu og næsta ári og síðan tillögur til framtíðar. Gunnar Svavarsson, formaður nefndarinnar, afhenti í dag Ögmundi Jónassyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skýrsluna til frekari úrvinnslu og umfjöllunar á samráðsvettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Nánar...

28. okt. 2010 : Útgjöld sveitarfélaga til einstakra málaflokka 2002-2009

Hlutverk-svf-028---Copy

Hag og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman útgjöld sveitarfélaga til einstakra málaflokka 2002 til 2009. Stærsti  útgjaldaliður sveitarfélaga fer til fræðslu- og uppeldismála. Sá málflokkur tók til sín um 57% af skatttekjum sveitarfélaga árið 2009.

Nánar...

27. okt. 2010 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

pusl

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

26. okt. 2010 : Endurskoðun sameiginlegar landbúnaðarstefnu ESB stendur fyrir dyrum

korn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir í næsta mánuði tillögur um endurskoðun landbúnaðarstefnu sambandsins frá 2013. Leggur stjórnin til að beinum stuðningi við bændur verði haldið áfram en sett verði þak á hæstu styrkina.

Nánar...

26. okt. 2010 : Skólabragur - Málstofa um skólamál

skolabragur

Næstkomandi mánudag, 1. nóvember, gengst Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málstofu um skólamál í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ). Málstofan er öllum opin.

Nánar...

25. okt. 2010 : Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum

svort_hond

Komin er út skýrsla með niðurstöðum könnunar meðal fagfólks í grunnskólum á stöðu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Var könnunin lögð fyrir vorið 2009 og var svarhlutfall 82,4 %.

Nánar...

20. okt. 2010 : Ísland ver mestu fjármagni til leik- og grunnskólastigsins samanborið við önnur OECD lönd

Nam

OECD gefur árlega út skýrsluna, Education at a Glance, um stöðu og þróun menntamála meðal 33 aðildarlanda og er 2010 skýrslan nú komin út. Rétt er að geta þess að mið er tekið af stöðu mála eins og þau stóðu árin 2007 og 2008.

Nánar...

19. okt. 2010 : EBÍ greiddi 300 milljónir króna í ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga 15. október

Eignarhaldsfelag-BI

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands greiddi þann 15. október  samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. EBÍ hefur um langt skeið greitt aðildarsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starfsemi sinni.  Með framlagi þessa árs hefur félagið samtals greitt aðildarsveitarfélögunum  rúma 3,6 milljarða króna. 

Nánar...
Síða 1 af 3