Fréttir og tilkynningar: ágúst 2010

Fyrirsagnalisti

30. ágú. 2010 : Orkuskipti í samgöngum

Raflínur

Sambandið telur afar mikilvægt að almannaþjónustuhlutverk veitufyrirtækja sveitarfélaga komi skýrt fram í lögum sem sett eru um starfsemi þeirra.

Nánar...

27. ágú. 2010 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2011–2012

SIS_Skolamal_760x640

Stjórn Námsleyfasjóðs hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2011–2012. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi fyrir 1. október 2010 á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

17. ágú. 2010 : Landsfundur jafnréttisnefnda

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn í Ketilhúsinu v. Kaupvangsstræti á Akureyri dagana 10. og 11. september nk

Nánar...

13. ágú. 2010 : Ólokin þingmál frá vorþingi

mappa

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir því að nefndir Alþingis starfi á tímabilinu 17.-31. ágúst og að þingfundir verði dagana 2.-15. september. Hér er að finna lista yfir þingmál sem ekki voru afgreidd á vorþingi.

Nánar...

13. ágú. 2010 : Umsögn sambandsins um frumvarp um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjana

Raflínur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent iðnaðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Í umsögninni eru lagt til að gerðar verði breytingar á tveim greinum frumvarpsins.

Nánar...

11. ágú. 2010 : Bresk sveitarfélög óska eftir upplýsingum

deco-01
Breska sveitarfélagasambandið auglýsir eftir upplýsingum um árangursríkar hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga sem hafa þurft að draga saman seglin í kjölfar efnahagshrunsins. Nánar...

10. ágú. 2010 : Betri tenging og aukin samþætting milli skólastiga

Nam

Kjarasvið hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr könnun á framkvæmd samreksturs skóla. Könnunin var gerð í samvinnu við Félag leikskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélaga er um að ræða 13 skóla með leik- og grunnskólastig í samrekstri, þrjá skóla með grunn- og tónlistarskóla í samrekstri og átta skóla þar sem öll þrjú stigin eru rekin saman undir stjórn eins skólastjóra.

Nánar...

05. ágú. 2010 : Grunnupplýsingar um kjaradeilu LN og LSS

pusl

Launanefnd sveitarfélaga hefur tekið saman grunnupplýsingar um kjaradeilu Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.

Nánar...