Fréttir og tilkynningar: maí 2010
Fyrirsagnalisti
Kjörskrá á netinu

Á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins hefur nú verið opnað fyrir að kjósendur geti kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 29. maí 2010.
Nánar...Aldur frambjóðenda

Nú þegar aðeins tveir dagar eru til kjördags í sveitarstjórnarkosningum er fróðlegt að rýna í aldur frambjóðenda.
Eins og áður hefur komið fram er bundin listakosning í 59 sveitarfélögum, þar af var sjálfkjörið í 4 sveitarfélögum þar sem aðeins einn listi kom fram í þeim. Samtals eru boðnir fram 185 listar með 2.846 frambjóðendum.
Nánar...Norðurlandaráðstefna LÍSU samtakanna

Hlutfall kvenna aldrei hærra á framboðslistum

Hlutfall kvenna í framboði til sveitarstjórna er hærra en nokkru sinni áður, eða 1.331 kona á móti 1515 körlum. Konur eru því 46,8% frambjóðenda. Ef eingöngu eru skoðuð hlutföll kvenna og karla í efstu sætum framboðslista breytist myndin þó umtalsvert.
Nánar...Bændasamtökin auglýsa eftir nýju heyi og fyrningum

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið.
Nánar...2846 einstaklingar í framboði á 185 listum

Alls eru 185 listar í framboði til 76 sveitarstjórna í kosningunum 29. maí næstkomandi. Á listunum eiga sæti 2846 einstaklingar, eða ríflega 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu. Flestir framboðslistar eru í Reykjavíkurborg, eða átta talsins, sjö í Kópavogsbæ og sex í Akureyrarkaupstað.
Nánar...1680 evrópsk sveitarfélög skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda
Borgir og bæir eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda; áttatíu prósent evrópskra borgara búa í þéttbýli og þar eru 80% allrar orku nýtt. Ljóst er að borgir og bæir hafa lykilhlutverki að gegna eigi að takast að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fjórar umsagnir um þingmál

Lögfræðisvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsagnir um fjögur þingmál. Um er að ræða umsagnir um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, frumvarp til lögreglulaga, frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og þingsályktunartillögu um notendastýrða persónulega aðstoð.
Nánar...Fréttabréf kjarasviðs

2. tbl. fréttabréfs kjarasviðs er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá nýrri stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, en Samband íslenskra sveitarfélaga varð aðili að henni fyrr í vikunni.
Nánar...Nýr upplýsinga- og samskiptavefur Sambands íslenskra sveitarfélaga

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga opnaði nýjan upplýsinga- og samkiptavef fyrir sambandið á fundi stjórnar fyrr í dag.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða