15 mánuðir til stefnu – hvar erum við stödd í átt að hringrásarhagkerfinu?

Haustráðstefna FENÚR verður haldin miðvikudaginn 6. október milli kl.10.00 - 15.00. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í sal sem heitir Háteigur og er á 4. hæð. Ráðstefnunni verður einnig streymt. Aðalfundur FENÚR verður haldinn sama dag, á sama stað og hefst kl.09.00.

Á haustráðstefnuna mæta helstu stjórnendur, bæði frá atvinnulífinu og hinu opinbera, sem koma að umhverfis- og úrgangsmálum í pallborðsumræður og ræða stöðuna í dag og hvar við verðum stödd eftir 15 mánuði þegar ný löggjöf tekur gildi.  

Áhugaverð erindi frá innlendum og erlendum sérfræðingum ásamt fjölbreyttum örerindumn frá sprotum og nýsköpunarfyrirtækjum. 

Meðal erinda verða: 

  • Uppbygging sorporkustöðva - Paul James, COWI A/S
  • Úrgangstölfræði - Rakel Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun
  • Handbók um úrgang - Bryndís Skúladóttir, VSÓ ráðgjöf
  • Borgaðu þegar þú hendir - Stefán Þór Kristinsson, Efla verkfræðistofa
  • Hvað getur sveitarfélag gert? - Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps
  • Samræmd söfnun á höfuðborgarsvæðinu - Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri SSH
  • Greining á lífrænum úrgangi - Lea Bohme, Sorpa

Ráðstefnustjóri verður Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. 

Pallborðsumræðum stýrir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu.