Þann 15. maí s.l. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamninga við átta aðildarfélög BHM.
Félögin eru: Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarð, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.
Verði kjarasamningar samþykktir munu þeir gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefnda félaganna fyrir fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við kjarasamningagerðina.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga meðal félagsmanna félaganna átta. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 19. maí n.k.