Viðburðir
27.08.2018

Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verður haldið þann 27. ágúst kl. 13:00 – 16:00 á Grand hótel. Málþingið er samvinnuverkefni sambandsins, ÖBÍ og velferðaráðuneytisins.

Tilgangur málþingsins er að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk m.a. með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli. Fjallað verður um 20. gr. sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reynslu sveitarfélaga af fyrirkomulagi akstursþjónustu og fjallað um þær áskoranir sem til staðar eru sem og lausnir til úrbóta ræddar þar sem þörf er á.

Fullmótuð dagskrá liggur ekki fyrir en unnt verður að skrá sig á fundinn frá og með 12. júlí.

Dagskrá og skráning