Viðburðir
05.09.2017

Málþing um íbúalýðræði

Samband íslenskra sveitarfélaga mun standa fyrir málþingi sveitarfélaga, 5. september nk. kl. 09:30-16:00, til að kynna þátttökulýðræðisverkefni íslenskra sveitarfélaga og evrópsku lýðræðisvikuna sem Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur fyrir árlega, sjá http://www.congress-eldw.eu/. Á málþinginu er einnig stefnt að því að kynna handbók um íbúasamráð sem er í vinnslu.