Viðburðir

15.05.2017, kl.9:30 - 16:00 Fundir og ráðstefnur

Ráðstefna um menntun 5 ára barna

Mánudaginn 15. maí verður haldin ráðstefna um menntun 5 ára barna á Grand hóteli í Reykjavík. Stefnt er að því að hafa dagskrá frá kl. 9:30 til 16:00. Dagskrá og upplýsingar um verð verða birt á vef RannUng.
Leitast verður við að fá fram sem flest sjónarmið varðandi það hvernig menntun 5 ára barna er best háttað.
Í ráðstefnunefnd starfa fulltrúar frá:

  • Sambandi íslenkra sveitarfélaga
  • Félagi leikskólakennara
  • Félagi grunnskólakennara
  • Félagi áhugafólks um skólaþróun
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
  • Reykjavíkurborg og
  • RannUng