Lög og reglugerðir um úrgangsmál

Yfirlit

Íslenska regluverkið

Sérstök lög um úrgang voru sett á árinu 2003 með innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um urðun úrgangs. Hér fyrir neðan eru talin upp helstu lög þar sem kveðið er á um meðhöndlun úrgangs.   

I kjölfar lagasetningarinnar voru gefnar út þrjár reglugerði um meðhöndlun úrgangs. Í nokkrum öðrum lögum og reglugerðum er fjallað um úrgang. Samantekt regluverks um úrgang er á þessum lista. Hann verður uppfærður reglulega.

Lagasafn

Reglugerðir


Regluverk ESB

Í Evrópusambandinu (ESB) eru í dag 27 aðildarríki. Úrgangsmál á Íslandi lúta algjörlega regluverki ESB, í samræmi við XX. viðauka EES-samningsins frá árinu 1994. Frumtexta löggjafar ESB má finna á þessari vefslóð. Þessi vefsíða býður upp á að velja eitthvert af tungumálum ESB, en upp kemur fyrst alltaf enska útgáfan. Fljótasta leiðin til að finna gerð (tilskipun, reglugerð, ákvörðun o.þ.h.) er að smella á Simple Search til vinstri slá síðan inn númer og útgáfuár viðkomandi gerðar.

Yfirlit yfir regluverk ESB hvað varðar úrgangsmál

Það er hlutverk Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins að þýða á íslensku þær gerðir ESB sem eru teknar inn í EES-samninginn. Helstu gerðir ESB sem varða úrgang eru eftirfarandi:

Tilskipun ESB um úrgang (á ensku á meðan íslensk þýðing liggur ekki fyrir). Um er að ræða samantekt breytinga á eldri tilskipun (á ensku codified version).

Ný rammatilskipun ESB um úrgang (á ensku á meðan íslensk þýðing liggur ekki fyrir). Aðildarríki hafa tíma til 12. desember 2010 að innleiða ákvæði þessarar tilskipunar. Þangað til gilda tilskipanir um úrgang, sbr. hér að ofan, spilliefni og olíuúrgang. Innihaldslýsingu tilskipunarinnar má finna hér. 

 Tilskipun ESB um spilliefni. Þessi tilskipun fellur úr gildi í seinasta lagi 12. desember 2010.

Tilskipun ESB um umbúðaúrgang, tilskipun ESB um breytingu á þessari tilskipun 

Tilskipun ESB um samþættar mengunarvarnir (IPPC)

Tilskipun ESB um urðun úrgangs

Tilskipun ESB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi frá skipum 

Tilskipun ESB um brennslu úrgangs

Tilskipun ESB um raf- og rafeindatækjaúrgang

Reglugerð ESB um meðhöndlun dýraleifa

Reglugerð ESB um flutning úrgangs

Tilskipun ESB um meðhöndlun skólps