Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

11. ágú. 2017 : Stuðlað að minni notkun plastpoka

Plaspokar-bannadir

Fyrsti plastpokinn sem var framleiddur hér á landi árið 1968, er enn til og verður svo um ókomin ár einhvers staðar í náttúrunni. Ástæðan er sú að plast brotnar niður á löngum tíma eða á 100-500 árum, allt eftir því hvernig það er gert. Sveitarfélög hafa mörg hver stuðlað að minni plastpokanotkun, eins og bent er á í fróðlegri samantekt í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála, en betur má ef duga skal.

Nánar...

19. apr. 2017 : Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum

Norræna ráðherranefndin vekur athygli á samnorrænu verkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum.  Sveitarfélög geta sótt um þátttöku í verkefninu fram til 29. maí nk.

Nánar...

21. mar. 2017 : Kortasjá um vistgerðir

Kortasja_Fundur

Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu.

Nánar...

08. mar. 2017 : Drög að frumvörpum um landgræðslu og skógrækt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um frumvörp til laga, annars vegar um landgræðslu og hins vegar um skógrækt.

Nánar...

01. mar. 2017 : Úthlutun styrkja frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði nýverið styrkjum til verkefna á verkefnasviði ráðuneytisins. Hæsti styrkur að þessu sinni, 3 milljónir króna, fór til verkfræðistofunnar EFLU til að kortleggja betur losun metans frá urðunarstöðum sveitarfélaga og hvort mögulegt sé að stýra eyðingu metans með oxun þess. Sambandið hafði frumkvæði að þessu verkefni og er aðili að því, ásamt Sorpurðun Vesturlands þar sem rannsóknir á oxun metans hafa farið fram á sl. árum.

Nánar...

01. mar. 2017 : Kuðungurinn 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016. Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem veitt er árlega.

Nánar...

09. jan. 2017 : Kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum

Fyrir helgi gaf umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um hvernig skipta eigi út kurluðu dekkjagúmmíi fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Útgefin áætlun er í samræmi við tillögur skipaðs vinnuhóps og gerir ráð fyrir því að fyrir árslok 2019 verði búið að skipta kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni á 60% allra leik- og íþróttavalla þar sem laust kurl kemst í beina snertingu við iðkendur, 80% leik- og íþróttavalla fyrir árslok 2022 og að verkinu verði lokið að fullu fyrir árslok 2026. 

Nánar...

11. nóv. 2016 : Vestfirðir fá umhverfisvottun

Vottun-2016

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa hlotið silfur vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin sem hafa unnið að þessu verkefni allt frá árinu 2012.

Nánar...

13. júl. 2016 : Dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum

Samband íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli sveitarfélaga á tilmælum Umhverfisstofnunar um dekkjakurl sem fylliefni á gervigrasvöllum.

Nánar...
Síða 1 af 10