Umhverfis- og tæknimál
  • SIS_Umhverfis_taeknimal_190x160

Sveitarfélög sinna umhverfismálum á margvíslegan hátt. Þau eru ábyrg fyrir meðhöndlun úrgangs, sem er fyrst og fremst fólgin í sorphirðu og að koma úrgangi sem ekki nýtist til eyðingar. Einnig reka þau fráveitur. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á að stuðla að því með starfsemi sinni að landsmönnum séu búin heilnæm lífsskilyrði.

Sveitarfélög reka einnig aðra grunnþjónustu, svo sem vatns- og hitaveitur. 


Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - umhverfismál

28.11.2014 : Svæðisskipulag Snæfellsness hlaut skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” hlaut Skipulagsverðlaunin 2014. Afhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. nóvember sl. Svæðisskipulagið er samvinnuverkefni fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Lesa meira
Hugmyndir

19.11.2014 : Dagur upplýsingatækninnar

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember nk. Að þessu sinni er UT-dagurinn helgaður verkefnum sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016. Samkvæmt henni er unnið að ýmsum grundvallarverkefnum sem gagnast bæði ríki og sveitarfélögum.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: