Umhverfis- og tæknimál
  • SIS_Umhverfis_taeknimal_190x160

Sveitarfélög sinna umhverfismálum á margvíslegan hátt. Þau eru ábyrg fyrir meðhöndlun úrgangs, sem er fyrst og fremst fólgin í sorphirðu og að koma úrgangi sem ekki nýtist til eyðingar. Einnig reka þau fráveitur. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á að stuðla að því með starfsemi sinni að landsmönnum séu búin heilnæm lífsskilyrði.

Sveitarfélög reka einnig aðra grunnþjónustu, svo sem vatns- og hitaveitur. 


Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - umhverfismál

12.9.2014 : Hjólum til framtíðar

Föstudaginn 19. september verður efnt til ráðstefnu um hjólreiðar í Iðnó undir fyrirsögninni „Hjólum til framtíðar“. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í ráðstefnunni ásamt innanríkisráðuneytinu, samgöngustofu og fleiri aðilum, en ráðstefnan er í tengslum við samgönguviku.


Lesa meira

9.9.2014 : Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa.
Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: