Upplýsingatækni

UT-dagurinn 2016

UT dagurinn 2016 fór fram á Grand hóteli 1. desember. Upptökur frá fundinum fá finna hér að neðan.

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum en að deginum standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Lesa meira

UT-dagurinn 2015

UT-dagurinn 2015 var haldinn hátíðlegur 26. nóvember 2015. Dagskráin var tvíþætt að þessu sinni; fyrir hádegi var haldin málstofa um Upplýsingatæknina og lýðræðið og yfirskrift ráðstefnunnar eftir hádegi var Upplýsingatæknin alls staðar!

Í lok dagskrár voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?  og fjallað um öryggisúttekt á opinberum vefjum sem gerð var í fyrsta sinn haustið 2015. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn.

Lesa meira

Málþing um upplýsingatæknimál sveitarfélaga

Málþing um upplýsingatæknimál sveitarfélaga var haldið á Grand hótel í Reykjavík 2. júní 2015. Markmið málþingsins var m.a. að kynna verkefni sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016 og skipta máli fyrir sveitarfélög.

Lesa meira
reykjavik

Rafrænir reikningar í Reykjavík

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að borgarráð hefur samþykkt yfirlýsingu um að frá og með 1. janúar 2015 muni Reykjavíkurborg eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi frá birgjum vegna vöru og þjónustu ef um er að ræða birgja sem senda Reykjavíkurborg reikninga reglubundið í hverjum mánuði.

Lesa meira