Persónuvernd

Í leiðbeiningum um nýjar persónuverndarreglur sem sambandið birti á heimasíðu sinni í júlí 2017 og í endurbættu formi í nóvember sama ár, var mælt með að vinna sveitarfélaga við undirbúning hæfist sem fyrst væri hún ekki þegar komin af stað. Mælt var með því að hvert sveitarfélag setji saman teymi sem stýri umræddu verkefni en einnig gætu sveitarfélög unnið saman að verkefninu. Í nóvember útgáfu af leiðbeiningum var vinna sveitarfélaga greind niður í fyrstu, næstu og lokaskref sem eru hér að neðan ásamt tímaramma sem sambandið telur hægt að vinna eftir miðað við áætlaða gildistöku nýrra laga 25. maí 2018.

Persónuvernd hefur birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, um öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila á vefsíðu sinni.