Stjórnsýsla sveitarfélaga
  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_190x160

Innanríkisráðuneyti fer með málefni sveitarfélaga. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 skal ráðuneytið hafa eftirlit með því að sveitarstjórnir gegni skyldum sínum samkvæmt þeim lögum og öðrum löglegum fyrirmælum. Einnig skal ráðuneytið úrskurða um ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna en það skerðir þó ekki rétt aðila til þess að höfða mál fyrir dómstólum.

Á grundvelli sveitarstjórnarlaga úrskurðar ráðuneytið meðal annars um hvort sveitarstjórnir haldi fundi sína í samræmi við lög, svo sem varðandi fundarboðun, auglýsingu funda, hæfi einstakra sveitarstjórnarmanna o.fl. Einnig hefur ráðuneytið úrskurðarvald varðandi sveitarstjórnarkosningar og atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga.Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - stjórnsýsla

pusl

17.10.2014 : Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa gefið út skýrsluna Sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi – möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014. Höfundar skýrslunnar eru Vífill Karlsson og Torfi Jóhannesson.

Lesa meira

29.9.2014 : Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður sambandsins

Á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 24.-26. september sl. var Halldór Halldórsson  endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Í upphafi þingsins lagði kjörnefnd fram tillögu sína um næstu stjórn sambandsins og þar sem engin mótframboð bárust gegn henni var stjórnin sjálfkjörin og formaðurinn einnig.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: