Menntun fyrir alla á Íslandi

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi - Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst 2017, kl. 10-16.

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Niðurstöður úttektarinnar verða teknar til umfjöllunar og umræðu á málþinginu, ásamt hugmyndum um aðgerðir.

Skráning á málþingið

Málþingið verður einnig sent út á vef.