Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

10. júl. 2017 : Þrír verkefnisstjórar ráðnir - „Karlar í yngri barna kennslu“

Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

Í skýrslunni Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins kemur fram að fjölga þurfi karlmönnum sem sækja í leikskólakennaranám en einungis um 6% starfsmanna í leikskólum eru karlmenn, þar af 1,7% með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Til að ná markmiðum verkefnisins ákváðu samstarfsaðilar að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita hverjum þeirra styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. 

Nánar...

04. júl. 2017 : Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum

Akureyrarkaupstaður, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið fóru haustið 2015 af stað með tilraunaverkefni sem ætlað var að kortleggja hvað í starfsumhverfi leikskóla valdi mestum hávaða og hvaða leiðir eru bestar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum.

Nánar...

15. jún. 2017 : Handbók um skólaráð

Skolarad

Út er komin Handbók um skólaráðfyrir skólaráð sem unnin var í samstarfi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Sambands Ísl. sveitarfélaga,  með ráðgjöf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Umboðsmanni barna og SAMFOK.

Nánar...

18. maí 2017 : 100 ára fullveldisafmæli – 1. desember 2018

Þann 1. desember 2018 verða liðin 100 ár frá því Íslendingar fögnuðu fullveldi. Í tilefni af því er gert ráð fyrir hátíðarhöldum víðs vegar um landið allt næsta ár.  Á þingfundi 22. desember 2016 kaus Alþingi, í samræmi við þingályktunartillögu þar um, sjö manna nefnd sem undirbúa á hátíðarhöldin. Meðal þess sem áhersla er lögð á í þingsályktuninni er að skólar verði hvattir til þess að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum árið 1918.

Nánar...

10. maí 2017 : Úthlutað úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2017-2018. Alls hlutu 48 verkefni styrk af þeim 119 umsóknum sem bárust. Fjárhæð styrkjanna 48 var tæplega 62 milljónir króna. Að þessu sinni lagði sjóðurinn áherslu á: Móðurmál; Lærdómssamfélag í skólastarfi og Leiðsagnarmat.

Nánar...

10. maí 2017 : Styrkleikar íslenska skólakerfisins og tækifærin framundan

Á árlegum vorfundi Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, sem haldinn var á Húsafelli dagana 26.-28. apríl sl. var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun um málefni barna og ungmenna og um skólastarf á Íslandi. Rætt  var um styrkleika skólakerfisins sem m.a. liggur í vellíðan nemenda og góðum samskiptum, jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar.

Nánar...

05. maí 2017 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2017. Alls bárust umsóknir um styrki til 191 verkefnis frá 81 umsækjanda upp á tæpar 98 milljón króna. Ákveðið var að veita öllum verkefnum styrki og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.914.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Nánar...

06. apr. 2017 : Meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í apríl 2017

Hagstofa Íslands hefur áætlað meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum, skv. 2. og 3. mgr. 3.gr. reglugerðar nr. 1270/2016 um ákvörðun framlaga úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla.

Nánar...

30. mar. 2017 : Lífið er læsi

Í vetur hafa leikskólar og grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar unnið eftir nýlegri læsisstefnu sem nú er verið að gefa út. Vinna faghópa í skólum sveitarfélagsins og öflugt þróunarstarf síðastliðin þrjú ár er grunnur læsisstefnunnar. Þarna er að finna leiðbeiningar og viðmið sem eru leiðarvísir fyrir foreldra og kennara í leik- og grunnskólum en einnig fyrir þá nemendur sem eru farnir að bera mikla ábyrgð á eigin námi.

Nánar...
Síða 1 af 10