Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

09. feb. 2017 : Opið fyrir umsóknir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2017-18. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

07. feb. 2017 : Orðsporið 2017

Ordsporshafar-2017---nota

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn mánudaginn 6. febrúar 2017. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn á leikskólanum Hofi í Reykjavík.

Nánar...

02. feb. 2017 : Dagur leikskólans 2017

Mánudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tíunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

30. jan. 2017 : Gerð viðmiða um gæði frístundastarfs á frístundaheimilum fyrir börn á grunnskólaaldri

Stofnaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs í samráði við fagfólk, sem sinnir frístundastarfi, sveitarfélög, foreldra og aðra hagsmunaaðila

Nánar...

20. jan. 2017 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2017-2018 (1. ágúst 2017 - 31. júlí 2018). Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017.

Nánar...

17. jan. 2017 : Morgunverðarfundur um geðheilbrigði skólabarna

Föstudaginn 3. febrúar fer fram morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál í Gullteigi A á Grand hóteli í Reykjavík.

Nánar...

05. jan. 2017 : Kynning á niðurstöðum PISA

Miðvikudaginn 7. desember efndi Menntavísindasvið Háskóla íslands og Menntamálastofnun til kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunar 2015. Á fundinum fjölluðu sérfræðingar um læsi á náttúruvísindi, stærðfræði og lesskilning og að lokum fjölluðu Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri hjá sömu stofnun, um mögulegar leiðir til úrbóta.

Nánar...

22. des. 2016 : Leikskólinn Holt hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Read the World eða Lesum heiminn hlaut á dögunum sérstök Evrópuverðlaun sem afhent voru á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, tók við verðlaununum.

Nánar...

06. des. 2016 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 144 fullgildar umsóknir.

Nánar...

14. nóv. 2016 : Kennaranemar við HA aldrei verið fleiri

Kennaranemar við HA hafi aldrei verið fleiri eftir að fimm ára kennaranámið til meistararéttinda hófst en töluverð lægð kom í aðsókn fyrstu árin á eftir. Fjölgað hefur jafnt og þétt frá 2013 þegar 250 voru skráðir við kennaradeildina.

Nánar...
Síða 1 af 10