Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

06. sep. 2017 : Ný gæðaviðmið í mótun fyrir frístundastarf barna

Trompetleikari_litil

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum rennur út 15. september nk. en vonast eftir víðtæku samráða um málið. Drög að markmiðum og viðmiðum fyrir frístundastarf 6 til 9 ára barna hafa nú verið í opnu samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nokkurra mánaða skeið.

Nánar...

04. sep. 2017 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2018-2019

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2018–2019.

Nánar...

01. sep. 2017 : Flestir grunnskólar landsins með fullmannaðar kennarastöður

Flestir grunnskólar landsins hófu nú í ágúst skólaárið fullmannaðir samkvæmt fyrstu niðurstöðum könnunar, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert. Kennarar skipa 92,5% stöðugilda.

Nánar...

29. ágú. 2017 : Fyrstu niðurstöður úr lesfimiprófum

Lesifimipróf er eitt af þeim mælitækjum sem grunnskólum mun standa til boða til að meta lestrarkunnáttu. Niðurstöður úr fyrstu prófunum benda til þess að yngstu árgangar grunnskólans standi almennt betur að vígi í lestrarhraða og nákvæmni, en árgangar á mið- og unglingastigi.

Nánar...

24. ágú. 2017 : Málþing um menntun fyrir alla á Íslandi

krakkar-i-skola

Skóli án aðgreiningar krefst að þeir opinberu aðilar sem þjónusta börn og  ungmenni viðurkenni sameiginlega ábyrgð á þessu mikilvæga verkefni. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, ávarpaði í dag málþing um framkvæmd menntunar án aðgreiningar hér á landi.

Nánar...

23. ágú. 2017 : Biophilia menntaverkefnið breiðist út

Biophilia verkefnið sækir innblástur í samnefnt tónlistarverk Bjarkar Guðmundsdóttur. Kynning fer nú fram víðs vegar um landið, en verkefnið  hefur til þessa að mestu verið bundið við skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar...

22. ágú. 2017 : Allir skólar fyrir öll börn

Á sama tíma og lög og aðalnámskrár leggja áherslu á jafnan rétt allra barna virðist skorta sameiginlegan skilning á því, að öll börn geti sótt alla skóla. Niðurstöður nýrrar úttektar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi voru nýlega kynntar ráðherrum menntamála, velferðarmála og heilbrigðismála ásamt fulltrúum sveitarfélaga, kennara, skólastjórnenda og Heimilis og skóla.

Nánar...

10. ágú. 2017 : Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða

Barnasattmalans-minnst-i-REK

Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða
Ungmennaráð sveitarfélaga gegna mikilvægu hlutverki fyrir innleiðingu á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á þátttöku barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða. Engin lagaleg skylda sé þó til staðar þegar kemur að starfsemi ungmennaráða eða markaðir tekjustofnar sem bendir til þess, að börn séu misjafnlega í sveit sett í þessum efnum, allt eftir búsetu.

Nánar...

09. ágú. 2017 : Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 10-16.

Nánar...

10. júl. 2017 : Þrír verkefnisstjórar ráðnir - „Karlar í yngri barna kennslu“

Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

Í skýrslunni Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins kemur fram að fjölga þurfi karlmönnum sem sækja í leikskólakennaranám en einungis um 6% starfsmanna í leikskólum eru karlmenn, þar af 1,7% með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Til að ná markmiðum verkefnisins ákváðu samstarfsaðilar að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita hverjum þeirra styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. 

Nánar...
Síða 1 af 10