• krakkar-i-skola

04. mar. 2013

Eru horfur dökkar í menntun á Íslandi og hún dalandi?


Nýverið lét Kennarasamband Íslands prenta veggspjöld frá Alþjóðasambandi kennara (EI) sem trúnaðarmönnum í skólum var falið að koma fyrir á áberandi stað í skólunum. Spjöldin draga upp afar neikvæða og dapra mynd af stöðu og framtíðarhorfum til menntunar. Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar sendi stjórnendum leik- og grunnskóla þar í bæ leiðbeinandi tilkynningu af þessu tilefni sem hér er vakin athygli á. Þar segir m.a.: 

Þetta er alveg einstaklega neikvæður áróður um skólastarf og getur vart talist í anda þeirra gilda sem Mosfellsbær starfar eftir: VIRÐING, JÁKVÆÐNI, FRAMSÆKNI og UMHYGGJA.  Vinsamlega leiðbeinið trúnaðarmönnum og öðrum kennurum um að hengja ekki upp slíkan áróður í skólum hér í bænum, sem engan veginn á við rök að styðjast. Við þurfum ekki að búa við það að Mosfellsbær stefni að dalandi menntun og horfur í skólamálum í bænum séu dökkar.