Skólamál
  • SIS_Skolamal_190x160

Skóla- og fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélög annast og  í sífelldri þróun. Sveitarfélög hafa lagt metnað sinn í rekstur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi og verja um það bil helmingi útgjalda sinna til þeirra mála.

Samband íslenskra sveitarfélaga er bakhjarl sveitarfélaga vegna starfrækslu skóla bæði í faglegu og rekstrarlegu tilliti eins og fram kemur í skólamálastefnu sambandsins frá 2008. Skólamál eiga erindi við öll svið sambandsins en eru að stærstum hluta vistuð á lögfræði- og velferðarsviði þess. Áherslur sambandsins miða fyrst og fremst að því að aðstoða sveitarfélög við að efla starf skólanna þannig að þeir veiti nemendum góða þjónustu með fjölbreyttu skólastarfi. Leggur sambandið áherslu á sjálfstæði sveitarfélaganna í þessum efnum sem og samvinnu þeirra í millum þegar slíkt á við. Unnið er að endurskoðun skólamálastefnu sambandsins.

Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - skólamál

SIS_Skolamal_760x640

13.10.2014 : Samkomulag um talmeinaþjónustu

Samband íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytið skrifuðu í maí undir samkomulag um  skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu en ríki og sveitarfélög hafa deilt um þessa skiptingu um árabil. Fyrst og fremst snerist deilan um að öll börn yrðu jafnsett gagnvart niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands, en inni í rammasamning talmeinafræðnga hefur verið klausa um að grunnskólabörn að loknum 1. bekk þyrftu fyrst að fá þjónustu talmeinafræðings sveitarfélags áður en til greiðsluþátttöku SÍ kæmi í 18 skipti.

Lesa meira

8.10.2014 : Undirritun viljayfirlýsingar við Menntavísindasvið HÍ

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram undirritun viljayfirlýsingar um faglegt samstarf Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sambandsins. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og Halldór Halldórson, formaður stjórnar sambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: