Skólamál
  • SIS_Skolamal_190x160

Skóla- og fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélög annast og  í sífelldri þróun. Sveitarfélög hafa lagt metnað sinn í rekstur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi og verja um það bil helmingi útgjalda sinna til þeirra mála.

Samband íslenskra sveitarfélaga er bakhjarl sveitarfélaga vegna starfrækslu skóla bæði í faglegu og rekstrarlegu tilliti eins og fram kemur í skólamálastefnu sambandsins frá 2008. Skólamál eiga erindi við öll svið sambandsins en eru að stærstum hluta vistuð á lögfræði- og velferðarsviði þess. Áherslur sambandsins miða fyrst og fremst að því að aðstoða sveitarfélög við að efla starf skólanna þannig að þeir veiti nemendum góða þjónustu með fjölbreyttu skólastarfi. Leggur sambandið áherslu á sjálfstæði sveitarfélaganna í þessum efnum sem og samvinnu þeirra í millum þegar slíkt á við. Unnið er að endurskoðun skólamálastefnu sambandsins.

Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - skólamál

leikskoli1

11.12.2014 : Dagur leikskólans og Orðsporið 2015

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í áttunda sinn þann 6. febrúar 2015. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Lesa meira
SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

2.12.2014 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2015-2016

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2015-2016 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 156 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2015-2016. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: