Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. nóv. 2017 : Lokaskýrsla um forsendur þjóðgarðs á miðhálendinu er komin út

Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða. Fjallað er um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í lokaskýrslu nefndar sem skipuð var á síðasta ári vegna málsins.

Nánar...

12. nóv. 2017 : Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinast

Sameining Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar á Reykjanesi var samþykkt í íbúakosningum sem fram fóru í gær. Var sameiningin samþykkt með 71,5% atkvæða í Garði og rúmum 55% í Sandgerði.

Nánar...

09. nóv. 2017 : Málþing um flutningskerfi raforku

Endurnýjun á flutningskerfi raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum. Raforkumál og flutningskerfi raforku verða til umfjöllunar á málstofu Byggðastofnunar 21. nóv. nk.

Nánar...

19. okt. 2017 : Hvatt til frekari sameiningar á Austurlandi

Breiddalsvik

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri leggur til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð í nýútkominni skýrslu sem unnin var að beiðni sveitarfélagsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Opið fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð

Arsskyrsla-010

Er til byggð í sveitarfélaginu þínu sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis? Ef svo er, þá veitir húsafriðunarsjóður styrki til að vinna tillögur að slíkum verndarsvæðum.

Nánar...

11. okt. 2017 : Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar óbreyttur

Byggðastyrkur til verkefnisins Ísland ljóstengd verður óbreyttur á næsta ári, en styrknum er ætlað að styrkja stöðu strjálbýlla sveitarfélaga gagnvart samkeppnispotti fjarskiptasjóðs. Alls verður 550 m.kr. varið til ljósleiðaraframkvæmda sveitarfélaga.

Nánar...

03. okt. 2017 : Staða byggðamála í Noregi

Staða byggðamála í Noregi, norsk byggðastefna og aðgerðir í þágu landsbyggða er viðfangsefni nýrrar skýrslu sem Byggðastofnun hefur gefið út. Skýrslan er unnin samkvæmt byggðaáætlun 2014-2017, en þar er gert ráð fyrir að stuðningur nágrannalanda til svæða sem eiga undir högg að sækja verði kortlagður.

Nánar...

28. sep. 2017 : Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Innanlandsflug

Málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur verður haldið á Hótel Natura miðvikudaginn 4. október 2017 kl. 13:00-15:30.

Nánar...

12. sep. 2017 : Skipulagsdagurinn 2017

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðgarður á miðhálendinu er á meðal þess sem rætt verður um á Skipulagsdeginum, sem fram fer í Gamla bíói þann 15. september nk. Þá ræðir Mauricio Duarte Pereira, hönnuður á dönsku arkitektastofunni Gehl, um borgarskipulagsmál undir yfirskriftinni „Places are like people“ eða Staðir eru eins og fólk.

Nánar...

18. ágú. 2017 : Brýnt að efla sveitarfélög landsins

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur brýnt að efla sveitarfélög landsins. Ráðherra ávarpaði fund norrænna sveitarstjórnarráðherra á Borgundarhólmi í gær.

Nánar...
Síða 1 af 10