Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

12. sep. 2017 : Skipulagsdagurinn 2017

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðgarður á miðhálendinu er á meðal þess sem rætt verður um á Skipulagsdeginum, sem fram fer í Gamla bíói þann 15. september nk. Þá ræðir Mauricio Duarte Pereira, hönnuður á dönsku arkitektastofunni Gehl, um borgarskipulagsmál undir yfirskriftinni „Places are like people“ eða Staðir eru eins og fólk.

Nánar...

18. ágú. 2017 : Brýnt að efla sveitarfélög landsins

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur brýnt að efla sveitarfélög landsins. Ráðherra ávarpaði fund norrænna sveitarstjórnarráðherra á Borgundarhólmi í gær.

Nánar...

15. jún. 2017 : Árneshreppur – mun vegurinn enda eða byrja?

1Arneshreppur

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af.  Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.

Nánar...

18. maí 2017 : Upplýsingaveitur um verkefni Brothættra byggða

Breiddalur

Nú eru í gangi sex verkefni undir hatti Brothættra byggða og fjórir verkefnastjórar sem sinna þeim. Upphaf verkefnisins má rekja til samstarfs Byggðastofnunar og Norðurþings vegna bráðavanda á Raufarhöfn í kjölfar missis aflaheimilda. Frá þeim tíma hefur verkefnið Brothættar byggðir vaxið frá því að vera tilraunaverkefni yfir í að vera verklag sem nýtur fjárheimilda á fjárlögum og nær til verkefna út um land allt.

Nánar...

08. maí 2017 : Skipulag haf- og strandsvæða

Samtök sjávarútvegsfélaga og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi standa fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða miðvikudaginn 17. maí nk. frá kl. 09:15-12:00, í Þórðarbúð Austurvegi, Reyðarfirði.

Nánar...

21. apr. 2017 : Starfshópur skipaður til að fara yfir lög um gatnagerðargjöld

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Markmið starfshópsins er að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum, meðal annars varðandi ákvæði um rétt til endurgreiðslu ef lóð er skilað.

Nánar...

15. mar. 2017 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað samtals 610 milljónum króna til 58 verkefna vítt og breitt um landið. Alls fá sveitarfélög úthlutað 406,6 milljónum króna að þessu sinni, sem nemur 67% af heildarúthlutuninni. Að auki hefur ráðherra ferðamála falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka búnaðinn í notkun síðar á þessu ári og að kostnaður vegna þessa nemi um 20 m.kr.

Nánar...

06. mar. 2017 : Inngangur að skipulagsrétti

Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Inngangur að skipulagsrétti eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur. Ritið fjallar um íslenskan skipulagsrétt sem sjálfstæðtt réttarsvið. Í bókinni er m.a. fjallað um skipulagsskyldu, stjórnvöld skipulagsmála, tegundir skipulagsáætlana, málsmeðferð við gerð þeirra, grendarkynningu, framkvæmdaleyfi, bótaábyrgð og endurskoðun ákvarðana.

Nánar...

01. mar. 2017 : Sveitarfélögin og ferðaþjónustan

Föstudaginn 3. mars nk. stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Sveitarfélögin og ferðaþjónustan“. Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða.

Nánar...

01. mar. 2017 : Rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út tvær skýrslur í tengslum við rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög hér á landi. Rannsóknin var unnin með styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Nánar...
Síða 1 af 10