Byggðamál

Þekkingaruppbygging á byggðamálum hefur verið þáttur í aðildarferli Íslands vegna ESB umsóknarinnar. Meðal annars hafa allir landshlutar átt þess kost að fara í námsferð til aðildarríkja til að kynna sér fyrirkomulag byggðamála. Evrópsk byggðamál byggja á áætlunargerð fyrir svæði. Beitt er aðferðum ramma- og árangursstjórnunar og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna.

Við getum lært margt af evrópskum byggðamálum, burtséð frá aðildarumsókninni, m.a. um svæðasamvinnu, aðferðir við áætlunargerð og samstarf við hagsmunaaðila um hana. Hér eru skýrslur og kynningar frá námsferðunum:

  • Finnland - Tampere
  • Finnland - Oulu
  • Eistland
  • Írland
Byggdamal-2

Byggdamal-1