Byggðamál

Þekkingaruppbygging á byggðamálum hefur verið þáttur í aðildarferli Íslands vegna ESB umsóknarinnar. Meðal annars hafa allir landshlutar átt þess kost að fara í námsferð til aðildarríkja til að kynna sér fyrirkomulag byggðamála. Evrópsk byggðamál byggja á áætlunargerð fyrir svæði. Beitt er aðferðum ramma- og árangursstjórnunar og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna.

Við getum lært margt af evrópskum byggðamálum, burtséð frá aðildarumsókninni, m.a. um svæðasamvinnu, aðferðir við áætlunargerð og samstarf við hagsmunaaðila um hana. Hér eru skýrslur og kynningar frá námsferðunum:

  • Finnland - Tampere
  • Finnland - Oulu
  • Eistland
  • Írland

Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Staða og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi. Hvað getum við lært af norrænum umbótaverkefnum?

Ráðstefna á Grand hótel í Reykjavík, 26. október 2015 kl. 10:00-15:30.

Dagskrá og erindi ráðstefnunnar.

Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu – 14. mars 2013

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til málþings í tengslum við landsþing sambandsins í mars 2013 þar sem þátttakendur í þeim námsferðum sem farnar höfðu verið undanfarin tvö ár til að kynna sér byggðamál í aðildarríkjum ESB sögðu frá ferðunum og því sem af þeim mátti læra. Svæðasamvinna sveitarfélaga er í brennidepli hér á landi og á landsþingi sambandsins daginn eftir málþingið munu verða kynntar og ræddar áfangatillögur nefndar sambandsins um þau mál.

Dagskrá og erindi málþingsins.


Byggdamal-2


Byggdamal-1