Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2017 : Framúrskarandi árangur hjá Hafnarfjarðarbæ í jafnréttismálum

Jafnrettisvidurkenning-2017

Hafn­ar­fjarðarbær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir að hafa innleitt fyrst sveitarfélaga jafnlaunastaðalinn. Starfsmat sveitarfélaga greiddi fyrir innleiðingu staðalsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Undirbúningur hafinn vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

PPP_PRD_137_3D_people-Key_In_Keyhole

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að mótun öryggisráðstafana í grunnskólum vegna persónuverndar. Markmið verkefnisins er tvíþætt eða að leiða annars vegar til lykta svonefnt Mentor-mál og hins vegar að greiða fyrir innleiðingu sveitarfélaga á nýjum lögum um persónuvernd innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánar...

04. okt. 2017 : Þátttaka í sveitarstjórnarkosningum í sögulegu lágmarki

Kosningaþátttaka fór í síðustu sveitarstjórnarkosningum niður í sögulegt lágmark eða 67% og endurnýjun á meðal sveitarstjórnarmanna hefur verið um 55%. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, spáði í komandi sveitarstjórnarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

03. okt. 2017 : Upplýsingar um utankjörfundar-atkvæðagreiðslu o.fl.

kosningar

Athygli er vakin á því að á kosningavef dómsmálaráðuneytisins kosning.is er að finna margvíslegar upplýsingar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og önnur hagnýt atriði sem varða framkvæmd alþingiskosninga sem fram fara 28. október nk.

Nánar...

12. sep. 2017 : Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Samband sveitarfélaga og Jafnréttisstofa héldu vel heppnaða málstofu á Fundi fólksins 8. september sl., um kynjaáhrif í bæjarpólitík. Svo skemmtilega vill til að spurningunni var svarað ýmist játandi eða neitandi.

Nánar...

12. sep. 2017 : Sveitarstjórnarkosningar 2018 í deiglunni

jafnretti

Jöfnum leikinn er yfirskrift landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál sem fram fer í Stykkishólmi þann 15. sept. nk. Sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári verða í deiglu landsfundarins ásamt öðrum áhugaverðum og brýnum málefnum líðandi stundar.

Nánar...

06. sep. 2017 : Samráð við íbúa eykur ánægju og traust

Fjölmennt var á málþingi sambandsins um íbúasamráð sveitarfélaga og þátttöku íbúa sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Ný handbók fyrir sveitarfélög er væntanleg, auk þess sem hópur hefur verið settur á fót á Fésbók fyrir umræðu og þekkingarmiðlun á milli sveitarfélaga.

Nánar...

31. ágú. 2017 : Skiptir kyn einhverju máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Samband íslenskra sveitarfélaga stendur ásamt Jafnréttisstofu að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk.

Nánar...

19. maí 2017 : Opin gögn; leið til að veita betri þjónustu

Á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins árið 2017 var samþykkt skýrsla með tilmælum og ábendingum um hvernig sveitarfélög og svæði geta með því að opna gagnasöfn sín til endurnýtingar og með því að hvetja til endurnýtingar veitt betri þjónustu og stuðlað að því til verði ný þjónustutilboð fyrir íbúa. Skýrslan gefur áhugaverða innsýn í hvernig opnun gagna getur stuðlað að meiri pólitískri og samfélagslegri þátttöku íbúa, bætt opinbera þjónustu og stuðlað að margvíslegum félagslegum, menningarlegum, lýðræðislegum og umhverfislegum nýjungum.

Nánar...

20. des. 2016 : Kjörsókn minni meðal yngri kjósenda

Í nýjustu útgáfu Hagtíðinda sem komu út fyrr í dag er fjallað ítarlega um kjörsókn í alþingiskosningunum 29. október sl.

Nánar...
Síða 1 af 9