Lýðræði - mannréttindi
  • SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x160

Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir og almenningur rætt leiðir til þess að efla lýðræði og auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarmálum. Einnig hafa sveitarfélög markað sér stefnu í mannréttinda- og jafnréttismálum.


AttavitinVerkefni sveitarfélaga

Fréttir - lýðræði/mannréttindi

kosning2

4.3.2014 : Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 2014 er 31. maí

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum.

Lesa meira
 
jafnretti

27.1.2014 : Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga 2014

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2014. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Í ár stendur til að veita tvær viðurkenningar. Eina til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunnar og aðra til einstaklings, hóps eða félagasamtaka. Lesa meira
 

Fleiri fréttir
Útlit síðu: