Lýðræði - mannréttindi
  • SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x160

Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir og almenningur rætt leiðir til þess að efla lýðræði og auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarmálum. Einnig hafa sveitarfélög markað sér stefnu í mannréttinda- og jafnréttismálum.


AttavitinVerkefni sveitarfélaga

Fréttir - lýðræði/mannréttindi

Jafnrétti

18.2.2015 : Nýtt um Evrópska jafnréttissáttmálann

Evrópsku sveitarfélagasamtökin, CEMR, sem stóðu að gerð sáttmálans, halda annað hvert ár ráðstefnur til að ræða það sem er efst á baugi hjá evrópskum sveitarfélögum. Slík ráðstefna var haldin í Róm í desember sl. og þar var ein málstofan helguð jafnréttissáttmálanum[1]. Þar voru ræddar áskoranir sveitarfélaga við að ná fram jafnrétti í raun og hvaða stuðning þau þurfi.

Lesa meira
Nyskopun

21.1.2015 : Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opnu síðdegismálþingi föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 15:00-17:30 í Norræna húsinu í tilefni að útkomu nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: