Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

23. mar. 2017 : Umsögn um frumvarp um afnám lágmarksútsvars

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnalögum sem felur í sér afnám lágmarksútsvars.

Nánar...

01. mar. 2017 : Skýrsla vinnuhóps um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga

Vinnuhópur sem endurskoðað hefur fjármálakafla sveitarstjórnarlaga sem tóku gildi 2012 hefur skilað skýrslu sinni. Telur hópurinn að krafa um aukinn aga í fjármálum sveitarfélaga sem af lögunum leiðir  hafi verið í samræmi við væntingar, en leggur til nokkrar breytingar litið til skemmri og lengri tíma.

Nánar...

16. feb. 2017 : Víðtæk áhrif verkfalls sjómanna

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi í síðustu viku frá sér skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Skýrslan er unnin að tilstuðlan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem skipaði nefnd fulltrúa úr fjórum ráðuneytum auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sérfræðingum frá Íslenska sjávarklasanum.

Nánar...

02. jan. 2017 : Endanleg framlög jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar

Á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags.

Nánar...

23. des. 2016 : Útsvarsprósentur 2017

percentage-calculator

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2017. Meðalútsvarið lækkar um 0,01 prósentustig verður 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 54 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Nánar...

10. okt. 2016 : Yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga vegna stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna

Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa lýst því yfir að efni lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé ekki í fullu samræmi við samkomulag sem samtökin gerðu við ríki og sveitarfélög og undirritað var þann 19. september sl. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga er fullt samræmi milli samkomulagsins og lagafrumvarpsins.

Nánar...

26. sep. 2016 : Erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Hægt er að nálgast glærur og upptökur á heimasíðu sambandsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Skýrsla starfshóps um auknar tekjur af ferðamönnum

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Framtíðarskipan húsnæðismála að skapi sveitarfélaga

Niðurstaða ríkisvalds og Alþingis um framtíðarskipan húsnæðismála er í góðu samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin hljóta því að styðja þessar aðgerðir, sagði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi enda lengi beðið eftir slíkri niðurstöðu og nú liggi hún fyrir að mestu.

Nánar...

22. sep. 2016 : Hagur sveitarfélaga vænkast

Tiltæk uppgjör sveitarfélaga, vegna fyrri hluta ársins 2016, benda til þess að hagur sveitarfélaga sé að vænkast. Skuldir hafa minnkað að tiltölu við tekjur. Þetta kom fram í ávarpi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, við upphaf fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag.

 

Nánar...
Síða 1 af 10