Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. sep. 2017 : Breytingar í lífeyrismálum kölluðu á nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga

Merki_Bru-hvitt

Samhliða jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, hefur sveitarfélögum verið ætlað að gera upp framtíðarhalla A-deildar Brúar með einskiptisframlagi.  Um  verulegar fjárhæðir er að ræða, sem hefðu að óbreyttu raskað fjárhagslegum grundvelli sveitarfélaganna til skemmri tíma litið.

Nánar...

18. ágú. 2017 : Tvöfalt meiri hagvöxtur utan höfuðborgar-svæðisins en á

Hagvöxtur mældist tvöfalt meiri utan höfuðborgarsvæðis en á, samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Byggðastofnunar á hagvexti eftir landssvæðum árin 2008-2015. Mesti viðsnúningurinn á tímabilinu var á Reykjanesi og fór hagvöxtur þar úr -11% í 8% hagvöxt á tímabilinu.

Nánar...

13. júl. 2017 : Ársreikningar sveitarfélaga 2016

 

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 63 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2016. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Til nokkurra tíðinda ber að langtímaskuldir sveitarfélaga lækka milli ára um 4,8 ma.kr. eða sem nemur 2,9%. Hér er fyrst og fremst um að ræða verðtryggðar skuldir og hafa má í huga að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,9% frá janúar 2016 til jafnlengdar 2017. Raunlækkun skulda er því um 4,7%.

 

Nánar...

19. jún. 2017 : Myndræn framsetning talnaefnis

Hag- og upplýsingasvið hefur að undanförnu þróað aðferðir við birtingu gagna. Notaður hefur verið hugbúnaðurinn Power BI frá Microsoft til að birta gögn myndrænt með gagnvirkum hætti. Þessar framsetningar eru nú aðgengilegar á vef sambandsins.

Nánar...

29. maí 2017 : Fundargerð 2. fundar Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom saman til annars fundar 6. apríl sl. en hlutverk ráðsins er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Nánar...

23. maí 2017 : Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

BRU_Adeild_498x175px

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.

Nánar...

19. apr. 2017 : Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið

Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022 var undirritað þann 6. apríl sl.  Samkomulagið byggir á nýlegum lögum um opinber fjármál, sem ná yfir fjármál hins opinbera í heild sinni og hafa að markmiði að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Nánar...

12. apr. 2017 : Breytingar á fjárhæðum í húsnæðisbótakerfinu

Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að hækka frítekjumark í húsnæðisbótakerfinu til samræmis við þá hækkun á framfærsluviðmiði almannatrygginga sem tók gildi um síðustu áramót. Greint er frá þessari hækkun frítekjumarks í frétt ráðuneytisins.

Nánar...

06. apr. 2017 : Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn

Thjodhagsrad

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu  efnahagsmála og samspil  opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál.  Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

23. mar. 2017 : Umsögn um frumvarp um afnám lágmarksútsvars

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnalögum sem felur í sér afnám lágmarksútsvars.

Nánar...
Síða 1 af 10