Fjármál sveitarfélaga
  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_190x160

Forsenda þess að sveitarfélögin geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúana er að stjórn á fjármálum þeirra sé markviss og stefnuföst. Upplýsingar um fjármál sveitarfélaga veita mikilvæga vitneskju um stöðu þeirra og hvernig tekjum sveitarfélaganna er ráðstafað.

Hér er að finna ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um sveitarfélögin. Upplýsingarnar eru m.a. fengnar beint frá sveitarfélögunum, úr ársreikningum þeirra eða frá öðrum opinberum aðilum. Unnið er úr þeim og þær settar fram með aðgengilegum hætti.

Birtingaaaetlun-copy


 


Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - fjármál

percentage-calculator

13.10.2014 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 5,4 % á milli ára 2014 og 2015.

Lesa meira

9.10.2014 : Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði

Í ræðu sinni á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun ræddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars um samskipti ríkis og sveitarfélaga og kynnt nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem lagt verður fram á Alþingi á næstunni. Hann sagði frumvarpið ekki bara varða fjárreiður ríkisins heldur væri því einnig ætlað að sauma betur saman samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði,“ sagði ráðherra.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: