Fjármál sveitarfélaga
  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_190x160

Forsenda þess að sveitarfélögin geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúana er að stjórn á fjármálum þeirra sé markviss og stefnuföst. Upplýsingar um fjármál sveitarfélaga veita mikilvæga vitneskju um stöðu þeirra og hvernig tekjum sveitarfélaganna er ráðstafað.

Hér er að finna ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um sveitarfélögin. Upplýsingarnar eru m.a. fengnar beint frá sveitarfélögunum, úr ársreikningum þeirra eða frá öðrum opinberum aðilum. Unnið er úr þeim og þær settar fram með aðgengilegum hætti.

Birtingaaaetlun-copy


 


Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - fjármál

1.4.2015 : Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fyrsti fundur nýskipaðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku. Eftir breytingar á lögum um jöfnunarsjóðinn er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa í nefndina en formaður er skipaður án tilnefningar, nýr formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Lesa meira
Fyrirspurn

20.3.2015 : Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2015.Með þessu er hægt er sjá þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningunni. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: