Fundir og ráðstefnur

Umræðu- og upplýsingafundur um niðurstöður endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til umræðu- og upplýsingafundar miðvikudaginn 16. desember 2015, kl. 13:00 til 16:30. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Nánar...
pusl

Vinnufundur um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

Vinnufundur velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamtökin Þroskahjálp um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu verður haldinn í fundarsal velferðarráðuneytisins (Verinu 3. hæð) í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, föstudaginn 7. desember nk. Á vinnufundinum verður m.a. fjallað um hvernig gengið hefur að vinna að framkvæmd verkefnsins, hver álitamálin eru og hvað þarf að gera betur!

Nánar...
SIS_Felagsthjonusta_760x640

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga

Nú er námskeiðum sem Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við velferðarráðuneytið stóð að fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk félagsþjónustu lokið í öllum landshlutum. Námskeiðin voru haldin á átta stöðum um landið, á Akureyri, Suðurnesjum, Borgarnesi, Árborg, Reyðarfirði, höfuðborgarsvæðinu, Skagafirði og á Ísafirði. Nánar...

Upplýsinga- og samráðsfundur um búsetuþjónustu og fasteignamál tengd yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks

Upplýsinga- og samráðsfundur um húsnæðismál tengd yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Á fundinum verður bæði rætt um fyrirkomulag búsetuþjónustu og umsýslu þeirra fasteigna þar sem þjónustan er veitt.

Nánar...