Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. okt. 2017 : Stefnt að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði

Íbúðalánasjóði hefur verið falið að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu á leigumarkaði. Í frétt á vef Íbúðalánasjóðs kemur fram að útgreiðsla húsnæðisbóta verður m.a. færð frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Umsýsla á sértækum húsnæðisbótum verður áfram hjá sveitarfélögum. Þá verður leigufélag stofnað um íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur eignast við nauðungarsölu.

Nánar...

13. okt. 2017 : Viðkvæmir hópar

Náum áttum hópurinn boðar til fyrsta morgunverðarfundar vetrarins miðvikudaginn 18. október nk. á Grand hóteli í Reykjavík. Að þessu sinni verður sjónum beint að viðkvæmum hópum í samfélaginu.

Nánar...

10. okt. 2017 : Nýr umræðu- og samstarfsvettvangur í húsnæðismálum

Húsnæðisþing er nýjung sem ætlað er að mynda traustan grunn fyrir umræðu og samstarf í húsnæðismálum. Fyrsta húsnæðisþingið verður haldið á Hotel Hilton Rekjavik, mánudaginn 16. október nk., kl. 13:00-16:30. 

Nánar...

04. okt. 2017 : Halda verður áfram að þróa húsnæðislöggjöfina

Ný lög um húsnæðismál auðvelda byggingu leiguhúsnæðis, en taka ekki nægilega vel á þeim markaðsbresti sem fyrir hendi er á fasteignamarkaði. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, vék að landlægum íbúðarskorti í ávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

02. okt. 2017 : Dregur stöðugt úr áfengis- og tóbaksnotkun ungs fólks

Rannsóknir sýna að á árunum 2000 til 2016 drógust daglegar reykingar ungs fólks á aldrinum 16-20 ára saman úr 21% í 5%.  Svipaða sögu er að segja um áfengisneyslu, en á þessu tímabili fækkaði þeim sem höfðu orðið ölvarðir sl. 30 daga úr 64% í 38%. Forvarnardagurinn 2017 verður 4. október.

Nánar...

18. sep. 2017 : Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga í deigunni

Husnaedisthing-2017

Húsnæðisþing, nýr vettvangur vegna húsnæðisstefnu stjórnvalda, verður haldið á vegum Íbúðalánasjóðs þann 8. nóvember nk. Stefnt er að því að staðan í gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga verði kynnt á þinginu.

Nánar...

14. ágú. 2017 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið  auglýsir  lausa  til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

10. ágú. 2017 : Stuðningur við uppbyggingu sveitarfélaga á húsnæði fyrir fatlað fólk

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun framvegis veita framlög til jöfnunar á nýbyggingum fyrir fatlað fólk með miklar og sértækar stuðningsþarfir. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu þess efnis.

Nánar...

09. jún. 2017 : Starf félagsþjónustufulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði til eins árs vegna námsleyfis núverandi félagsþjónustufulltrúa. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Nánar...

29. maí 2017 : Lýðheilsugöngur FÍ í öllum sveitarfélögum í september 2017

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands þann 27. nóvember 2017 hyggst félagið bjóða uppá lýðheilsugöngur í öllum sveitarfélögum landsins nú í september. Gert er ráð fyrir að farnar verði fjórar göngur í hverju sveitarfélagi, ein á viku þennan mánuð.

Nánar...
Síða 1 af 10