Þjónusta við fatlað fólk

Sú þjónusta sem ríkið hefur veitt fötluðu fólki flutti frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 en heildarsamkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk var undirritað þann 23. nóvember 2010. Frá þeim tíma sem sveitarfélög og þjónustusvæði á þeirra vegum yfirtóku þjónustuna hafa þau borið ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar, óháð því hvort hún hefur verið veitt af ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum eða öðrum aðilum, með þeim réttindum og skyldum sem henni tengjast.

Markmið með yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna er að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð verði samþætt á hendi eins aðila og að stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa og efla félagsþjónustu sveitarfélaga. Enn fremur er markmiðið að styrkja sveitarstjórnarstigið og einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Lögð er áhersla á heildstæða yfirfærslu verkefna ásamt breytingu á tekjustofnum til að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Þjónustusvæðin vegna málaflokksins eru 15 talsins á landinu en viðmiðunin er sú að á hverju þjónustusvæði skal vera að lágmarki átta þúsund íbúar. Þjónusta innan svæðisins er veitt af einstökum sveitarfélögum, byggðasamlagi eða öðru formlegu samstarfi sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um yfirfærsluna er að finna á sérstökum vef á heimasíðu velferðarráðuneytisins.


Fundir og ráðstefnur er varða þjónustu við fatlað fólk


Ýmis skjöl er varða þjónustu við fatlað fólk