Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

29. feb. 2016 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu er komið út

 

Frá Brussel til Breiðdalshrepps er komið út.

Nánar...

03. feb. 2016 : Ráðstefna um umhverfismál og sjálfbærni

 

ICLEI -  eru alþjóðleg hagsmunasamtök sveitarfélaga og borga um umhverfismál og sjálfbærni. Samtökin standa 27.-29. apríl nk.  fyrir 8. evrópsku ráðstefnunni fyrir sjálfbær sveitarfélög og borgir í Bilbao,  Spáni.

Nánar...

22. jan. 2016 : Samtök sveitarfélagasamtaka í Evrópu

Hefur þig dreymt um að ferðast um tímann? Eða ganga í stórborgum morgundagsins. Þá kann sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins að vera vettvangur fyrir þig. Ráðstefnan verður haldin í Nicosiu á Kýpur dagana 20.-22. apríl 2016. Þingið er opið fyrir alla þá sem áhuga hafa á skipulagi, hönnun og verkefnum sveitarfélaga.

Nánar...

18. jan. 2016 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, á Kýpur 20.-22. apríl 2016

Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Búist er við að yfir 1.000 bæjarstjórar og kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi taki þátt í þinginu.

Nánar...

27. nóv. 2015 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um loftslagsmál

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tólfta sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Helsta viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni var loftslagsráðstefnan í París (COP21) og hlutverk sveitarfélaga og aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum, sem vettvangurinn ályktaði um. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustu-viðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu. Þá fundaði sveitarstjórnar-vettvangurinn með þingmannanefnd EFTA en viðfangsefnið var fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna (TTIP).

Nánar...

30. sep. 2015 : Ráðstefna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Nú er hægt að skrá sig á ráðstefnuna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni  sem verður haldin 26. október nk. á Grand hóteli, Reykjavík. Einnig er vakin athygli á því að Nordregio hefur, í tilefni ráðstefnunnar, gefið út fréttabréf um þróun sveitarstjórarstigsins á Norðurlöndum undanfarin ár.

Nánar...

25. sep. 2015 : Hvergi minnst á sveitarfélög í EES-samningnum en þau framkvæma samt 75% EES-löggjafarinnar!

Sveitarfélög koma að framkvæmd allt að 75% Evrópulöggjafarinnar, svo fyrir liggur að flestar ákvarðanir á EES-vettvangi varða þau á einn eða annan hátt. Sveitarfélögum ber að framfylgja EES-samningnum og þau eru mikilvægasti framkvæmdaraðili samningsins. Samt er hvergi á þau minnst í EES-samningnum!

 

Nánar...

24. sep. 2015 : Mörg evrópsk sveitarfélög í vandræðum vegna flóttamanna

Mörg sveitarfélög í Evrópu eiga í erfiðleikum vegna straums flóttafólks, ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að útvega þeim þak yfir höfuðið. Þannig búa tugir þúsunda flóttamanna í Svíþjóð í bráðabirgðahúsnæði sem telst ófullnægjandi. Þetta kom fram í erindi Guðrúnar Daggar Guðmundsdóttur, forstöðumanns skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, á fjármálaráðstefnu sambandsins.

Nánar...
Síða 1 af 10