Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

29. mar. 2017 : Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins fjallar um stöðu íslenska sveitarstjórnarstigsins

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Á vorþingi ráðsins 2017, 28.-30. mars, var fjallað um skýrslu um stöðu íslenska sveitarstjórnarstigsins gagnvart Evrópusáttmálanum um sjálfsstjórn sveitarfélaga.

Nánar...

14. mar. 2017 : Framtíð ESB og Evrópu viðfangsefni á fundi framkvæmdastjóra evrópskra sveitarfélagasambanda í Nantes

Dagana 14.-15. mars hittust framkvæmdastjórar evrópska sveitarfélagasambanda í Nantes undir merkjum Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda (CEMR). Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Brussel-skrifstofu, sat fundinn fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

29. feb. 2016 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu er komið út

 

Frá Brussel til Breiðdalshrepps er komið út.

Nánar...

03. feb. 2016 : Ráðstefna um umhverfismál og sjálfbærni

 

ICLEI -  eru alþjóðleg hagsmunasamtök sveitarfélaga og borga um umhverfismál og sjálfbærni. Samtökin standa 27.-29. apríl nk.  fyrir 8. evrópsku ráðstefnunni fyrir sjálfbær sveitarfélög og borgir í Bilbao,  Spáni.

Nánar...

22. jan. 2016 : Samtök sveitarfélagasamtaka í Evrópu

Hefur þig dreymt um að ferðast um tímann? Eða ganga í stórborgum morgundagsins. Þá kann sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins að vera vettvangur fyrir þig. Ráðstefnan verður haldin í Nicosiu á Kýpur dagana 20.-22. apríl 2016. Þingið er opið fyrir alla þá sem áhuga hafa á skipulagi, hönnun og verkefnum sveitarfélaga.

Nánar...

18. jan. 2016 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, á Kýpur 20.-22. apríl 2016

Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Búist er við að yfir 1.000 bæjarstjórar og kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi taki þátt í þinginu.

Nánar...

27. nóv. 2015 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um loftslagsmál

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tólfta sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Helsta viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni var loftslagsráðstefnan í París (COP21) og hlutverk sveitarfélaga og aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum, sem vettvangurinn ályktaði um. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustu-viðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu. Þá fundaði sveitarstjórnar-vettvangurinn með þingmannanefnd EFTA en viðfangsefnið var fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna (TTIP).

Nánar...
Síða 1 af 10