Fréttir frá Brussel

Fundur samstarfsnets norrænu og baltnesku sveitarfélagasambandanna um alþjóðamál á Akureyri 25. ágúst

Samstarfsnetið fundar árlega til skiptist í  löndunum og röðin var komin að Sambandi íslenskra sveitarfélaga að halda fundinn 2017.   Sveitarfélagasamböndin eru aðilar að evrópskum og alþjóðlegum samstarfsstofnunum og á fundunum stilla þau saman strengi gagnvart þessu evrópska og alþjóðlega samstarfi. Þau skiptast líka á reynslu og sjónarmiðum um skipulag Evrópu- og alþjóðamála sinna og afstöðu til málefna sveitarfélaga á vettvangi ESB og Sameinuðu þjóðanna.

Nánar...

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins fjallar um stöðu íslenska sveitarstjórnarstigsins

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Á vorþingi ráðsins 2017, 28.-30. mars, var fjallað um skýrslu um stöðu íslenska sveitarstjórnarstigsins gagnvart Evrópusáttmálanum um sjálfsstjórn sveitarfélaga.

Nánar...