Alþjóðamál
  • SIS_Althjodamal_190x160

Alþjóðlegt samstarf verður sífellt mikilvægara og það eru gerðar meiri kröfur um skilvirkni og ávinning af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.

Alþjóðavæðingin hefur opnað sveitarfélögum nýja möguleika á samstarfsverkefnum með erlendum aðilum, bæði til þess að læra sjálf og til að miðla af þekkingu sinni.

Íslenska ríkið á aðild að yfirþjóðlegu samstarfi í gegnum EES-samninginn sem hefur víðtæk áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. EES-samningurinn tryggir sveitarfélögum einnig aðgang að ýmsum evrópskum samstarfsáætlunum. Samband íslenskra sveitarfélaga annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög gagnvart samningnum. Sambandið rekur skrifstofu í Brussel til þess að sinna verkefnum á þessu sviði.

Sambandið vinnur einnig að hagsmunum íslenskra sveitarfélaga á alþjóðavettvangi í gegnum aðild sína að alþjóðlegum og evrópskum hagsmunasamtökum sveitarfélaga.

Það á einnig fulltrúa á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og tekur þátt í samstarfi með norrænum systursamtökum sínum.Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - alþjóðamál

13.4.2015 : Yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2015 sem gætu varðað sveitarfélög

Þróunar- og alþjóðasvið sambandsins starfar að hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum en haustið 2006 tók til starfa skrifstofa sambandsins í Brussel sem heyrir undir sviðið. Skrifstofan, sem er fjármögnuð af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, annast almenna hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum og aðstoðar sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum. Brussel-skrifstofa hefur nú birt yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2015 sem gætu varðað sveitarfélög.

Lesa meira

3.3.2015 : Auglýst eftir tilnefningum til Evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna 2015

Evrópustofnun stjórnsýslufræða auglýsir eftir tilnefningum til Evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna 2015. Íslensk sveitarfélög geta sótt um, umsóknarfrestur er til 17. apríl 2015.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: