Umsagnir

skipulag_minni

Tillögur um breytingar á skipulagslögum – umsögn í vinnslu um frumvarpsdrög

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt breytingar sem fyrirhugað er að gera á skipulagslögum, nr. 123/2010. Tillögurnar snúa fyrst og fremst að ákvæðum sem varða skaðabótaskyldu vegna skipulags, en jafnframt eru lagfærðir nokkrir vankantar sem í ljós hafa komið við framkvæmd laganna á því rúmlega 2 ½ árs tímabili sem liðið er frá gildistöku þeirra.

Lesa meira
 
Althingi_300x300p

Umsögn um frumvarp um útlendinga, 541. mál

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum, nr. 69/2002. Unnið hefur verið að málinu um alllanga hríð og var nokkuð samráð haft við sambandið um ýmis efnisatriði þess. Sambandið gerir alvarlega athugasemd við að frumvarp til svo umfangsmikillar heildarlöggjafar sé lagt fram jafn seint og raun ber vitni, án þess að því sé jafnframt lýst yfir að framlagningin sé til kynningar. Lesa meira
 
kosningar

Frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar (persónukjör)

Sambandið hefur sent umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar (persónukjör), 537. mál, til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að persónukjör við sveitarstjórnarkosningar verði aukið frá því sem nú er við hefðbundnar listakosningar og horft til þess kerfi sem Norðmenn nota við sveitarstjórnar- og fylkiskosningar, en það aðlagað að íslenskum aðstæðum.

Lesa meira
 
umhverfiogaudlindir

Umsögn um frumvarp til náttúrverndarlaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til náttúruverndarlaga.

Lesa meira
 

SambandiðÚtlit síðu: