Umsagnir

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Ályktun stjórnar sambandsins um félagsþjónustu sveitarfélaga (virkniúrræði)

Allmörg mál sem voru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar bíða ennþá framlagningar. Meðal þeirra mála er Frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (virkniúrræði).

Lesa meira
Althingi_300x300p

Yfirlit um afgreiðslu þingmála við lok vorþings 2014

Vorþingi 143. löggjafarþings lauk um síðustu helgi. Fjölmörg þingmál og þingsályktunartillögur er varða sveitarfélögin voru lögð fram á þinginu. Mörg þingmál náðu fram að ganga, önnur fengu ekki afgreiðslu og enn önnur voru ekki lögð fram. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi umsagnir við mörg málanna og verður hérgerð grein fyrir stöðu helstu frumvarpa og annarra þingmála sem sambandið veitti umsagnir um.

Lesa meira
skipulag_minni

Tillögur um breytingar á skipulagslögum – umsögn í vinnslu um frumvarpsdrög

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt breytingar sem fyrirhugað er að gera á skipulagslögum, nr. 123/2010. Tillögurnar snúa fyrst og fremst að ákvæðum sem varða skaðabótaskyldu vegna skipulags, en jafnframt eru lagfærðir nokkrir vankantar sem í ljós hafa komið við framkvæmd laganna á því rúmlega 2 ½ árs tímabili sem liðið er frá gildistöku þeirra.

Lesa meira
Althingi_300x300p

Umsögn um frumvarp um útlendinga, 541. mál

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum, nr. 69/2002. Unnið hefur verið að málinu um alllanga hríð og var nokkuð samráð haft við sambandið um ýmis efnisatriði þess. Sambandið gerir alvarlega athugasemd við að frumvarp til svo umfangsmikillar heildarlöggjafar sé lagt fram jafn seint og raun ber vitni, án þess að því sé jafnframt lýst yfir að framlagningin sé til kynningar. Lesa meira

SambandiðÚtlit síðu: