Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kosin á næsta landsþingi sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Stjórnarmenn eru 11 að tölu með formanni sem kosinn er sérstaklega. Við kjör í stjórn er landinu skipt upp í fimm kjörsvæði sem taka mið af skiptingu landsins í kjördæmi vegna Alþingiskosninga með þeirri undantekningu að Reykjavík er eitt kjörsvæði.

Kjörgengir í stjórn sambandsins eru allir aðalmenn og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, enda hafi þeir það starf að aðalstarfi. Missi stjórnarmaður umboð til setu í stjórninni tekur varamaður sæti hans til næsta landsþings sem kýs nýjan aðalmann í hans stað. Láti aðal- eða varamaður í stjórn af starfi hjá því sveitarfélagi sem hann starfaði fyrir þegar kosning fór fram fellur umboð hans niður og á næsta landsþingi er kosinn stjórnarmaður í hans stað.

Stjórnin fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga, sem haldin eru árlega. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kjörin til fjögurra ára á landsþingi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Fundargerðir stjórnar.

Formaður stjórnar sambandsins  er kjörinn sérstaklega á landsþingi. Á XXIV. landsþingi sambandsins var Halldór Halldórsson kjörinn formaður þess kjörtímabilið 2010-2014.

Stjórnin er þannig skipuð (í mars 2013):

Aðalmenn: Varamenn:
Halldór Halldórsson,
Ísafjarðarbæ, formaður - Norðvesturkjörsvæði
formadurhh@samband.is
Björn Bjarki Þorsteinsson
Borgarbyggð - Norðvesturkjörsvæði
Dagur B. Eggertsson
Reykjavíkurborg
Oddný Sturludóttir
Reykjavíkurborg
Júlíus Vífill Ingvarsson
Reykjavíkurborg
*)
Björk Vilhelmsdóttir
Reykjavíkurborg
*)
Guðríður Arnardóttir
Kópavogsbæ - Suðvesturkjörsvæði
Gunnar Axel Axelsson
Hafnarfjarðarkaupstað - Suðvesturkjörsvæði
Gunnar Einarsson
Garðabæ - Suðvesturkjörsvæði
Haraldur Sverrisson
Mosfellbæ - Suðvesturkjörsvæði
Elín R. Líndal
Húnaþingi vestra - Norðvesturkjörsvæði
Sigríður G. Bjarnadóttir
Borgarbyggð - Norðvesturkjörsvæði
Eiríkur Björn Björgvinsson
Akureyrarkaupstað - Norðausturkjörsvæði
Arnbjörg Sveinsdóttir
Seyðisfjörður- Norðausturkjörsvæði
Gunnlaugur Stefánsson
Norðurþingi - Norðausturkjörsvæði
Stefán Bogi Sveinsson
Fljótsdalshéraði- Norðausturkjörsvæði
Aldís Hafsteinsdóttir
Hveragerðisbæ - Suðurkjörsvæði
Böðvar Jónsson
Reykjanesbæ - Suðurkjörsvæði
Jórunn Einarsdóttir
Vestmannaeyjabæ - Suðurkjörsvæði

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga er Karl Björnsson.

*) Í kjölfar alþingiskosninga 2013 þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé voru kjörin á þing hættu þau í stjórn sambandsins. Varamenn þeirra, Júlíus Vífill Ingvarsson og Björk Vilhelmsdóttir, tóku sæti í í þeirra stað. Þau munu ekki hafa neina varamenn þar sem þá þarf að kjósa á næsta landsþingi og það verður ekki haldið fyrr en að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2014.Senda grein

SambandiðÚtlit síðu: