Álfhólsskóli - starfsmaður í dægradvöl, 50% staða

Álfhólsskóli óskar eftir starfsmanni við Dægradvöl skólans í 50% stöðu frá kl. 13:00 til 17:00

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 724 nemendur í 1.til 10. bekk  og 140 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og nýbúadeild. Við skólann er starfrækt Dægradvöl fyrir börn í 1. til 4. bekk sem staðsett er í Digranesi og íþróttahúsi Digraness. Gildi skólans eru virðing, virkni, vellíðan hugur, hönd, hjarta.

Menntun og hæfniskröfur

Æskilegt er að umsækjandi hafi unnið með börnum

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Kópavogsbæjar

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 14.  september 2010.

Upplýsingar gefa skólastjórar, Magnea Einarsdóttir og  Sigrún Bjarnadóttir í síma 570-4150

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Senda grein

SambandiðÚtlit síðu: