Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

05. jan. 2017 : Gott samstarf við nýja ríkisstjórn er sveitarfélögum mikilvægt

Karl Björnsson

Ég óska sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga gleðilegs nýs árs og þakka fyrir mikið og gott samstarf á liðnum árum. Þegar þetta er ritað á öðrum degi hins nýja árs standa enn yfir stjórnarmyndunarviðræður eftir alþingiskosningarnar sem haldnar voru 29. október 2016. Afurð slíkra viðræðna þegar tilteknir stjórnmálaflokkar hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar með stuðningi meirihluta á Alþingi er svokallaður stjórnarsáttmáli sem er stefnuyfirlýsing nýrrar stjórnar um þau mál sem lögð verður áhersla á að framkvæma á kjörtímabilinu.

Nánar...

22. nóv. 2016 : Breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna

Halldor_Halldorsson

Þann 19. september sl. var undirritað samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Viðræður höfðu staðið yfir í langan tíma áður en þau ánægjulegu tímamót runnu upp að hægt væri að undirrita samkomulagið sem er á milli ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaganna í landinu, BHM, BSRB og Kennarasambandsins. Þetta samkomulag er hugsað sem stór og mikilvægur áfangi í því að jafna lífeyrisréttindin í landinu sem talað er um á tyllidögum og til þess að bæta hið íslenska vinnumarkaðsmódel og færa það meira til samræmis við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.

Nánar...

29. sep. 2016 : Ferðaþjónusta og sveitarfélög

Karl Björnsson

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins. Eins og staðan er í dag fá sveitarfélög tekjur af útsvari þeirra sem vinna við ferðaþjónustu auk fasteignaskatta af mannvirkum sem tilheyra ferðaþjónustunni. Þessar tekjur renna af mismiklum þunga til sveitarfélaga og telja sum sig verið nokkuð afskipt vegna þess. Þau telja útgjaldaþrýsting vera fyrir hendi en litlar sem engar tekjur í augnsýn til að standa undir nauðsynlegum kostnaði við uppbyggingu og fleira.

Nánar...

04. ágú. 2016 : Saga lands og þjóðar

Halldor_Halldorsson

Á dögunum var þess minnst að 150 ár eru liðin frá því að verslunarstaðurinn á Skutulsfjarðareyri fékk réttindi kaupstaðar. Þess var jafnframt minnst að 20 ár eru liðin frá því að nokkrar byggðir á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust í eitt sveitarfélag, Ísafjarðarbæ. Um var að ræða sex eldri sveitarfélög: Ísafjarðarkaupstað, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mosvallahrepp og Mýrahrepp. Áður höfðu átt sér stað sameiningar þannig að Ísafjarðarbær er samansettur úr 11 eldri sveitarfélögum.

Nánar...

11. júl. 2016 : Starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna

Karl Björnsson

Í sveitarstjórnarkosningum undanfarna áratugi hefur átt sér stað mikil endurnýjun kjörinna fulltrúa. Í síðustu þrennum kosningum hefur um helmingur sveitarstjórnarfulltrúa ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína áfram og hætt þátttöku á vettvangi sveitarstjórna og nokkrir hafa ekki náð endurkjöri. Á vettvangi sambandsins hefur þessi þróun verið rædd og ýmsir sett fram líklegar skýringar á henni. Oftast hefur komið fram að lágar þóknanir og greiðslur miðað við þann mikla tíma sem kjörnir fulltrúar verja í þessi trúnaðarstörf sé aðalskýring mikillar endurnýjunar. Ýmsar aðrar ástæður hafa einnig verið nefndar, s.s. mikið álag og óhentug tímasetning funda, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Nánar...

06. jún. 2016 : Sameining sveitarfélaga

Halldor_Halldorsson

Árið 1950 voru 229 sveitarfélög á Íslandi. Fjörtíu árum síðar eða árið 1990 hafði þeim fækkað um 25 og voru 204 það ár. Lítið hafði gerst í sameiningum sveitarfélaga á öllum þessum tíma þrátt fyrir að ákveðið hefði verið í samfélagslegri umræðu og á landsþingum sambandsins að sameining ætti að styrkja sveitarstjórnarstigið, færa því þannig ný verkefni og vera brimbrjótur fyrir vörn byggðar á Íslandi og um leið tæki til að sækja fram á þessu stjórnsýslustigi.

Nánar...

03. maí 2016 : Samstarf sambandsins og meistaranema

Karl Björnsson

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað á fundi sínum í  júlí 2015, að veita árlega allt að 750 þ.kr. til allt að  þriggja meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði sveitarstjórnarmála, í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins 2015. Hver styrkur er að fjárhæð 250 þ.kr.

Nánar...

20. jan. 2016 : Verk að vinna

Halldor_Halldorsson

Í lok árs 2015 náðist langþráð samkomulag eftir langvarandi samningaviðræður ríkis og sveitarfélaga varðandi framtíðarfjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að sveitarfélög fá aukinn hlut í tekjum ríkisins í gegnum tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Nánar...

31. des. 2015 : Sameiginlegur vilji ríkis og sveitarfélaga til að standa vel að þjónustu við fatlað fólk

Karl Björnsson

Þjónusta við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Þessi breyting er stærsta yfirfærsla á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna haustið 1996. Undirbúningur og samningavinna vegna þessarar víðtæku yfirfærslu hefur staðið yfir með hléum í nær tvo áratugi.

Nánar...

01. okt. 2015 : Fjármál sveitarfélaga og flutningur verkefna

Halldor_Halldorsson

Þróun í fjármálum nær allra sveitarfélaga landsins hefur verið jákvæð undanfarin ár. Þau sýndu mikið aðhald og ábyrgð í kjölfar fjármálakreppunnar og hafa uppskorið eins og til var sáð. Reksturinn hefur batnað, framlegð úr rekstri hefur aukist og skuldir verið lækkaðar með markvissum hætti.

Nánar...
Síða 1 af 6