Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

14. ágú. 2018 : Sveitarstjórnarmál komin heim á ný – formaðurinn á förum

Karl Björnsson

Nú eru áhugaverð tímamót í útgáfusögu Sveitarstjórnarmála. Eins og ritstjóri blaðsins undanfarin 17 ár orðaði það í kveðjugrein sinni í síðustu útgáfu blaðsins eru Sveitarstjórnarmál aftur komin heim. Árið 2002 var samið við fyrirtækið Fremri Almannatengsl, sem staðsett er á Akureyri undir stjórn Braga V. Bergmanns, um útgáfu og ritstjórn blaðsins.  Bragi og hans fólk leystu það verkefni vel af hendi í góðri samvinnu við stjórnendur sambandsins. Fyrir það samstarf þakka ég nú. Þrátt fyrir það, og í ljósi breyttra aðstæðna við miðlun upplýsinga, var ákveðið á síðasta ári að ráðast í breytingar á þessu sviði.

Nánar...

25. maí 2018 : Ný upplýsingastefna sambandsins

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum, en þegar þetta er ritað eru einungis örfáir dagar til kosninga. Það stefnir í spennandi kosningar víðs vegar um landið, en aldrei hafa jafn margir og nú gefið kost á sér til setu í sveitarstjórnum landsins, miðað við fjölda sveitarfélaga að sjálfsögðu.

Nánar...

26. apr. 2018 : Sameiginleg ábyrgð og áhugaverð verkefni

Í byrjun apríl sl. var undirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2019-2023 á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015. Samkomulagið er það þriðja sem sambandið gerir, f.h. sveitarfélaga, við fjármála- og efnahagsráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, en skv. lögunum skal gera samkomulag sem þetta árlega áður en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð fram á Alþingi.

Nánar...

20. feb. 2018 : Kosningar framundan, áskorun á ýmsa vegu

Þann 26. maí nk. ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa í 73 sveitarfélögum til næstu fjögurra ára. Íslendingar eru í nokkuð góðri þjálfun við að kjósa því tíðni alþingiskosninga er hærri en í meðalárum og stutt frá forsetakosningum. Það er því boðið upp á lýðræðisveislu nokkuð reglulega í því lýðræðisþjóðfélagi sem Ísland er.

Nánar...

21. des. 2017 : Fjármálastefna hins opinbera

Halldor_Halldorsson

Frumvarp til fjárlaga 2018 var lagt fram í annað sinn vegna stjórnarskipta þann 14. desember sl. Þótt gert sé ráð fyrir ívið hægari hagvexti á næsta ári en undanfarin tvö ár, blasir við að veruleg spenna er í þjóðarbúskapnum með tilheyrandi þrýstingi á verðlag og viðskiptajöfnuð. Við þessar aðstæður er aðhald í opinberum fjármálum mikilvægt.

Nánar...

01. des. 2017 : Stjórnarsáttmálinn og sveitarfélögin

Karl Björnsson

Á fyrsta virka degi eftir alþingiskosningar senda formaður og framkvæmdastjóri sambandsins öllum nýkjörnum þingmönnum erindi þar sem hlutverk sambandsins er skýrt og kallað er eftir góðri samvinnu við þingmenn og væntanlega ríkisstjórn. Með erindinu fylgja helstu þættir úr stefnumörkun sambandsins og sett er fram sú ósk að tekið verði tillit til þeirra við gerð stjórnarsáttmála. Þegar eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast er stefnumörkuninni áfram haldið hátt á lofti gagnvart forystumönnum viðkomandi stjórnmálaflokka og þingmönnum þeirra.

Nánar...

10. nóv. 2017 : Tuttugu ár frá yfirfærslu grunnskólans – hver er staðan?

Halldor_Halldorsson

Sveitarfélögin tóku við öllum rekstri grunnskólans af ríkinu árið 1996. Tuttugu ár eru ekki langur tími í skólasögu okkar og lætur e.t.v. nærri að þetta sé nálægt þeim árafjölda sem hvert okkar ver að jafnaði til skólagöngu á lífsleiðinni, frá upphafi leikskóla. Á þessum rúmu tveimur áratugum hafa hlutir þróast ótrúlega hratt en mjög skiptar skoðanir eru um árangurinn. Hörðustu gagnrýnendurnir álíta að skólakerfið sé hálf stjórnlaust og að sveitarstjórnir hafi alltof lítil áhrif á þróunina, auk þess sem námsárangri fari hrakandi og því  réttast að ríkið taki yfir grunnskólastigið á ný. Þeir eru þó örugglega fleiri sem telja að sveitarfélögin hafi staðið vel undir þeirri ábyrgð sem sett var á herðar þeirra, þótt alltaf sé hægt að gera betur.

Nánar...

13. sep. 2017 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Karl Björnsson

Nú fer í hönd stærsta samkoma sveitarstjórnarmanna á ári hverju – fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Þátttakendur undanfarin ár hafa verið yfir 400. Það eru allir velkomnir að sækja ráðstefnuna, ekki einungis kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélaga, heldur aðrir áhugamenn um sveitarstjórnarmál. Gildir það sérstaklega um þá sem láta sig ýmsa fjármálalega þætti sveitarfélaga varða. Um er að ræða eins konar fjárhagslegt uppgjör sveitarfélaga.

Nánar...

13. jún. 2017 : Ferðaþjónusta og sveitarfélögin

Halldor_Halldorsson

Það hefur ekki farið framhjá sveitarstjórnarfólki að Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti ákveðna stefnu fyrir hönd sveitarfélaganna varðandi tekjur af ferðaþjónustu til sveitarfélaganna. Sú vinna fór fram í nefnd sem stjórn sambandsins skipaði og voru niðurstöðurnar samþykktar af stjórninni og settar fram í viðræðum við ríkið.

Nánar...

03. maí 2017 : Allt tekur breytingum í tímans rás

Karl Björnsson

Það hefur verið gæfa Sambands íslenskra sveitarfélaga að mega síðastliðin 16 ár njóta starfskrafta Magnúsar Karels Hannessonar. Allan þann tíma hefur hann starfað sem sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins. Eins og samstarfsmenn Magnúsar og sveitarstjórnarmenn um allt land vita, hefur Magnús sinnt starfi sínu af mikilli alúð og kostgæfni. Hann hefur lagt sig allan fram við að láta starfsemi sambandsins renna ljúflega gagnvart öllum sem að málum þess koma, en gætt þess þó að sýna jafnan festu og ráðvendni á öllum sviðum. Undirliggjandi er svo alltaf sú gleði og góði húmor sem Magnús býr yfir og geislar frá honum í allar áttir.

Nánar...
Síða 1 af 7