Landshlutasamtök sveitarfélaga

Í 86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 eru ákvæði um það, að sveitarfélög geti „stofnað til staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga er vinni að hagsmunamálum íbúa í hverjum landshluta“.

Nú eru starfrækt átta landshlutasamtök sveitarfélaga sem flest sveitarfélög eiga aðild að. Í flestum tilvikum fara starfssvæði landshlutasamtakanna eftir kjördæmaskipaninni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, ná þó yfir Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög hennar í Suðvesturkjördæmi.

Landshlutasamtök sveitarfélaga voru mörg hver stofnuð fyrir tilstuðlan Sambands íslenskra sveitarfélaga.sass_fundur

Landshlutasamtökin eru frjáls samtök sveitarfélaganna og hafa þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Samkomulag er milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtakanna um tiltekna verkaskiptingu milli þessara aðila í meginatriðum þannig, að sambandið annast samskipti við ríkivaldið um löggjafarmál og þau málefni er snerta sveitarfélögin í heild, en landshlutasamtökin fara með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. Gott samstarf er milli aðila og fulltrúar sambandsins sitja jafnan aðalfundi landshlutasamtakanna og formenn og framkvæmdastjórar þeirra eiga samkvæmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sæti á landsþingum með tillögurétti og málfrelsi. Reglulega eru fundir haldnir með fulltrúum landshlutasamtakanna og stjórn sambandsins.

Hér fer á eftir listi yfir landshlutasamtökin átta og vísanir í vefsíður þeirra:


SSH Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinuSSH_nytt
Hamraborg 9, 200 KÓPAVOGUR
Sími 564 1788 Bréfsími: 564 2988
Netfang: ssh@ssh.is
Veffang: http://www.ssh.is/
Formaður: Gunnar Einarsson, Garðabæ
Framkvæmdastjóri: Páll Guðjónsson, pall@ssh.is


SSS Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Logo-SSS

Skógarbraut 945, 235 REYKJANESBÆ
Sími: 420 3288
Netfang: sss@sss.is
Veffang: http://www.sss.is/
Formaður: Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbæ
Framkvæmdastjóri: Berglind Kristinsdóttir, berglind@sss.is 


SSV Samtök sveitarfélaga á Vesturlandimerki_SSV

Bjarnarbraut 8, 310 BORGARNES
Sími: 433 2310  Bréfsími: 437 1494
Netfang: ssv@ssv.is
Veffang: http://www.ssv.is/
Formaður: Ingveldur Guðmundsdóttir, Dalabyggð
Framkvæmdastjóri: Páll Brynjarsson


FV Fjórðungssamband Vestfirðinga

Árnagötu 2-4, 400 ÍSAFJÖRÐUR
Sími 450 3000 Bréfsími: 450 3005
Netfang: fv@vestfirdir.is
Veffang: http://www.vestfirdir.is
Formaður: Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð
Framkvæmdastjóri: Aðalsteinn Óskarsson


SSNV Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestraSSNV_logo

Höfðabraut 6, 530 HVAMMSTANGI
Sími: 455 2510 Bréfsími: 455 2509
Netfang: ssnv@ssnv.is  
Veffang: http://www.ssnv.is/  
Formaður: Adolf H. Berndsen, Sveitarfélaginu Skagaströnd
Framkvæmdastjóri: Katrín María Andrésdóttir


EYÞING Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og ÞingeyjarsýslumEYTHING_LOGO2_LIT

Hafnarstræti 91, 600 AKUREYRI
Sími: 464 9933 Bréfsími: 464 9934
Netfang: eything@eything.is
Veffang: http://www.eything.is/
Formaður: Geir Kristinn Aðalsteinsson, Akureyrarkaupstað
Framkvæmdastjóri: Pétur Þór Jónasson


SSA Samband sveitarfélaga á AusturlandiSSA-logo

Tjarnarbraut 39a, 700 EGILSSTÖÐUM
Sími: 472 1690 Bréfsími: 472 1691
Netfang: ssa@ssa.is
Veffang: http://www.ssa.is/
Formaður: Sigrún Blöndal, Fljótsdalshéraði
Verkefnastjóri: Björg Björnsdóttir


SASS Samtök sunnlenskra sveitarfélagaSASS

Austurvegi 56, 800 SELFOSS
Sími: 480 8200  Bréfsími: 480 8201
Netfang: sass@sudurland.is
Veffang: www.sass.is
Formaður: Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
Framkvæmdastjóri: Bjarni GuðmundssonSenda grein

SambandiðÚtlit síðu: