Umhverfiskönnun Gallup

Ríflega helmingur landsmanna eða samtals 57% telja að sveitarfélög hafi náð árangri í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar Gallup á viðhorfum landsmanna til umhverfis- og loftslagsmála. Þá segjast sex af hverjum tíu hafa upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu, aðallega í hækkandi hitastigi, og rétt rúmur helmingur segir of lítið gert hér á landi vegna loftslagsbreytinga.

Ríflega helmingur landsmanna eða samtals 57% telja að sveitarfélög hafi náð árangri í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar Gallup á viðhorfum landsmanna til umhverfis- og loftslagsmála. Þá segjast sex af hverjum tíu hafa upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu, aðallega í hækkandi hitastigi, og rétt rúmur helmingur segir of lítið gert hér á landi vegna loftslagsbreytinga.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á umhverfisráðstefnu fyrirtækisins, sem fram fór í Hörpu 12. jan. sl. og kynnti Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup, helstu niðurstöður.

Af öðrum áhugaverðum niðurstöðum má nefna, að meirihluti Íslendinga hugsar mikið um umhverfis- og loftslagsmál og áhrif þeirra á loftslag og telur að leggja beri ríkari áherslu á þau mál en nú gert. Stjórnmálamenn gera jafnframt of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda, að mati meirihluta svarenda.

Þjóðin telur jafnframt að loftslagsbreytingar og umhverfismál séu 5. mesta áskorun þjóðarinnar, næst á eftir heilbrigðiskerfinu, fátækt og misskiptingu, samgöngu- og vegamálum og menntamálum. Um 27% ungs fólks á aldrinum 18-34 ára töldu aftur á móti, að loftslagsbreytingar og umhverfismál væru helsta áskorun samtímans.

Þegar spurt var að almennum árangri í losun gróðurhúsaloftegunda, telur fimmti hver að árangur hafði náðst, en 37%, eða rúmur þriðjungur aðspurðra, að almenn viðleitni til að draga úr losun hafi skilað litlum árangri.

Hvað eigið framlag í loftslags- og umhverfismálum snertir, þá flokka um 82% svarenda sorp, 70% hafa dregið úr plastnotkun og 44% kaupa umhverfisvænar vörur. Hafa hlutfallslega fleiri konur en karlar gert eitthvað af þessu þrennu.

Þess má svo geta að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti. Þá voru á meðal framsögumanna Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Hrönn Hrafnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, Guðni A. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri N1.

Þess skal svo getið, að könnunin er umfangsmikil og hefur hér verið stiklað á aðeins örfáum atriðum. 

Kynning Ólafs Elínarsonar

Umhverfisráðstefna Gallup