19. apr. 2017

Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum

Norræna ráðherranefndin vekur athygli á samnorrænu verkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum. Sveitarfélög geta sótt um þátttöku í verkefninu fram til 29. maí nk.

Alls verður 9 milljónum danskra króna veitt í verkefnið á árunum 2017-2019, sem felst í að móta samnorræna stefnu um hvernig sveitarfélög og umhverfi þeirra geta stuðlað að sjálfbærri þróun. Norðmenn, sem þetta árið gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, hafa yfirumsjón með verkefninu.

Í kjölfarið verða tvö sveitarfélög valin í hverju landi til að taka þátt í verkefninu. Nánari upplýsingar er að finna í skjalinu hér að neðan og á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.