Styrkir fyrir þráðlaus net í almenningsrýmum

Sveitarfélögum stendur til boða að fá styrki fyrir þráðlaust net í almeningsrýmum samkvæmt Evrópuverkefninu WiFi4EU. Opnað verður fyrir umsóknir á ný síðari hlutann í september.  

Wifi4eu_1536743856220Sveitarfélögum hefur staðið til boða að sækja um styrki fyrir þráðlaust net í almeningsrýmum hjá Evrópuverkefninu WiFi4EU. Opnað verður fyrir umsóknir nú í september, í síðari hluta mánaðarins.  

Með almenningsrými, er átt við bókasöfn, heilsugæslustöðvar, söfn og almenningsgarða, svo að dæmi séu tekin. Á síðu verkefnisins eru ítarlegar upplýsingar ásamt leiðbeiningum fyrir umsækjendur, auk þess sem áhugasamir geta skráð sig þar fyrir sjálfvirkum tilkynningum varðandi umsóknarferlið.

Á næstu tveimur árum fara fjórar úthlutanir fram á vegum verkefnisins.